Pasta með risarækju og sítrónu

IMG_6820Einfaldur og góður pastaréttur stendur alltaf fyrir sínu. Unglingurinn á heimilinu er ekki mikið fyrir rækjur og því var þessi réttur eldaður um daginn þegar við hjónin vorum bara tvo heima.  Fljótlegt, einfalt og ákaflega gott – mæli eindregið með þessum rétti með góðu hvítvíni á heitum sumardegi þegar hitinn er nægilegur til að borða utandyra – dekka upp borð út á palli eða svölum og njóta.  Hér skiptir öllu máli að hráefnið sé fyrsta flokks og að ofelda hvorki pasta né rækjur.

IMG_6812Uppskrift fyrir 2 

Marenering fyrir rækjurnar

  • 1 sítróna – safi og börkur
  • 1/2 dl. ólífuolía
  • 2 hvítlauksrif – kramin undir hnífsblaði og söxuð smátt
  • 1/2 chilli saxaður smátt
  • 1/2 búnt basilika gróft söxuð
  • 150 gr. risarækjur hráar
  • 200 gr. gott pasta – við notuðum Linquina frá Afeltra – sem fæst í Frú Laugu
  • salt og nýmalaður pipar

Öllu blandað vel saman  sem á að fara í mareneringuna, risarækjurnar settar út í og látið marenerast í 1 – 2 klst.

Sjóðið pasta skv. leiðbeiningum á pakka – gætið að sjóða alls ekki of lengi.  Veiðið risarækjurnar upp úr leginum og steikið á velheitri pönnu þar til þær verða bleikar.  Lækkið hitann á pönnunni og hellið mareneringunni út á pönnuna.  Hitið að suðu.  Þegar pastað er soðið er öllu blandað vel saman, saltað og piprað eftir smekk og borið fram strax – með góðu hvítvíni.

IMG_6816

 

Þessi færsla var birt í Ítalskir réttir, Fiskur og sjávarfang, Pasta og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Pasta með risarækju og sítrónu

  1. Anna Balvina sagði:

    Guðdómlegur léttur réttur eftir kjötát jólanna, góður og er sérlega vinsæll á okkar heimili, enda eldaður fyrir góða gesti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s