Nýtt ár – ný tækifæri og vinsælustu uppskriftirnar

IMG_0883Ég verð alltaf svolítið meir um áramót. Þá er tími til að þakka fyrir það góða, ef til vill  er  stundum þörf til að syrgja, en fyrst og fremst tími til að horfa fram á veginn og gefa sér tóm til að hlakka til þess sem nýtt ár færir manni. Það er margt sem ég hef að þakka fyrir, dætur mína og eiginmaður, fólkið mitt allt, vinir mínir,  starfið mitt og vinnufélagar, oft finnst mér ég vera með lukkulegri konum undir sólinni. Sannfærð um að komandi ár sé ár tækifæranna, er ég staðráðin í að nýta þau bestu, velja vel og eiga óteljanlegar gæðastundir á komandi ári.

En talandi um þakklæti, ég ákvað að taka áskorun yngri dóttur minnar og byrja á þessu matarbloggi um mitt síðasta ár og fyrir það er ég þakklát. Þetta er fyrst og fremst skemmtilegt, öll fjölskyldan tekur þátt í þessu verkefni og meira að segja vinir mínir líka. Fyrstu vikurnar og mánuðina var ég mjög feimin og bannaði dætrum mínum og eiginmanni að segja frá þessu – þetta átti jú bara að vera fyrir okkur.  En smátt og smátt hefur feimnin minnkað, þó hún sé nú alls ekki horfin. Fleiri og fleiri lesa og fylgjast með því sem við bardúsum í eldhúsinu okkar, við fáum skemmtilegar athugasemdir og viðbrögð sem sannarlega hvetja mann áfram. Á þessu rúma hálfa ári sem nú er liðið frá því fyrsta færslan var gerð, eru tæplega 80 uppskriftir komnar inn og yfir þúsund manns fylgjast með okkur, en ég roðna nú samt ennþá pínulítið þegar ég er spurð út í þetta áhugamál. Við erum staðráðin í að halda áfram og hafa árið 2014 ár matargjafa með meiru.  Á þessum tímamótum er við hæfi að birta vinsælustu uppskriftirnar árið 2013 en þær eru:

1. Ristaðar möndlu með rósmarín, chili og saltflögum.  Þessar möndlur eru svo góðar að ég útbjó þær þrisvar sinnum nú fyrir jólin. Þetta er sú uppskrift sem ég hef fengið hvað mestu vibrögðin við og reyndist langvinsælasta uppskrift ársins.

IMG_9880

2. Lasagne – uppáhald fjölskyldunnar.  Mikið er viðeigandi að þessi uppskrift sé ofarlega á vinsældarlistanum. Lengi vel var það ósk yngri dóttur minnar að jólamaturinn okkar væri þetta lasagne.

IMG_6748

3. Hægeldað nauta-rib eye með sveppasósu.  Rib eye nautasteik sem er elduð við lágan hita í 10 klst. nánast bráðnar í munni. Að sjálfsögðu skiptir máli að velja fyrsta flokks hráefni. Á síðustu dögum ársins var oftast náð í þessa uppskrift og greinilegt að hægeldað nautakjöt var á borðum margra um áramótin.

IMG_8766

4. Hægeldað nautakjöt – Pot roast. Já eins og áður sagði voru margir að leita að uppskrift af hægelduðu nautakjöti á síðustu dögum ársins. Hér er á ferð góður vetrarréttur, fyrirhöfnin er ekki mikil þó eldunartíminn sé langur. Tilvalið að skella þessu í ofninn og fara síðan í góðan göngutúr eða sund.

IMG_9264

5. Pestó með sólþurrkuðum tómötum, basil og olífum. Þessi uppskrift var sú fyrsta sem fór inn á bloggið og er ein af mínum uppáhalds. Ég kaupi aldrei tilbúið pestó – það heimagerða er svo mikið betra.
IMG_6392

6. Músli heimagert. Það er óhætt að mæla með heimagerðu músli í morgunmat á nýju ári. Eftir að ég uppgötvaði hve einfalt er að útbúa sitt eigið músli og velja um leið allt það besta í það þá höfum við ekki keypt tilbúið músli, en þeim mun meira af tröllahöfrum, ýmsum tegundum af hnetum og þurrkuðum ávöxtum.

IMG_6494

7. Eplamúffur í hollari kantinum. Eldri dóttir mín kynnti mig fyrir þessum múffum, en uppskriftin af þeim á uppruna sinn í einni af bókum Nigellu Lawson. Mjúkar, góðar og vekja alltaf lukku.

IMG_7263

8. Grilluð humarpizza. Það er svo sannarlega unnt að útbúa góðan mat í útileigum. Þetta er ein þeirra uppskrifta sem við þróuðum í tjaldvagninum okkar og höfum bakað nokkrum sinnum á tjaldsvæðum í Þórsmörk, Stykkishólmi og víðar, á pallinum í Víðum í Reykjadal og líka á pallinum heima í Vatnsholti. Auðvitað höfum við líka útbúið humarpizzuna í elhúsinu heima, en fyrirhöfnin og stemmingin í tjaldinu er slík að það er alltaf tilhlökkunarefni að fara í fyrstu útileigu sumarsins og taka með sér poka af humri fyrir pizzu.

IMG_7505

9. Grillaður marineraður mozzarella m/hráskinku og brauði. Ákaflega góður forréttur eða smáréttur í grillveisluna. Samsetning er ómótstæðileg, mozzarella ostur, góð hráskinka og djúsí brauð – allt marinerað í ferskum kryddjurtum, sítrónu, hvítlauk og góðri ólíu ummmm….

IMG_7365

10. Suðrænt lambalæri ala Jamie Oliver. Þeir sem þekkja mig vita hve lengi ég hef verið aðdáandi Jamie Oliver. Hugmyndin af þessari uppskrift er frá honum komin. Ég er áskrifandi af tímaritinu hans og fæ reglulega nýtt tölublað á Ipadinn minn. Mæli sannarlega með þessu góða læri.

IMG_8067

Þessi færsla var birt í Annað og merkt sem , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s