Grillaður marineraður mozzarella m/hráskinku og brauði

IMG_7365Frábær forréttur eða smáréttur í grillveisluna.  Samsetning þessi er ómótstæðileg – það er ekki oft sem maður fær grillaðan mozzarella ost og með góðri hráskinku og djúsí brauði – marinerað í ferskum kryddjurtum, sítrónu, hvítlauk og góðri ólíu ummmm…..  svo ljúffengt.  Mæli sannarlega með þessum rétti í næstu grillveislu nú eða bara næsta grillmóment – það þarf ekki alltaf veislu til að gera vel við sig 🙂

IMG_7349Uppskrift fyrir 4 – 6 sem forréttur

 • 1 gott snittubrauð (súrdeigsbrauð er langbest finnst mér – auðvitað smekksatriði)
 • 4 kúlur mozzarellaostur
 • 8 – 12 sneiðar  góð hráskinka
 • 1 hvítlauksgeiri
 • börkur af  tveimur sítrónum
 • 2 hnefafylli af ferskum kryddjurtum t.d. rósmarín, basil, óreganó, graslaukur, steinselja
 • 1/2 dl. olífuolía
 • salt og nýmalaður pipar

Dressing

 • 5 tsk sítrónusafi
 • 5 tsk ólífuolía
 • 5 svartar olífur – mjög smátt skornar
 • 1/2 rauður chilli – smátt skorinn
 • salt og nýmalaður pipar

IMG_7353Blandið saman olífuolíu, sítrónuberki og smáttskornum kryddjurtum og hvítlauk, smá salt og nýmöluðum pipar í stóra skál.  Skerið hverja ostakúlu í 6 – 8 bita og brauðið í þykkar sneiðar. Blandið ostinum og brauðinu út í skálina með kryddleginum.  Látið marinerast i 15 – 60 mínútur.

Blandið öllu sem á að fara dressinguna saman

Leggið trépinna í bleyti í vatn svo þeir brenni ekki þegar rétturinn er grillaður.

IMG_7358Vefjið hvern ostbita í hálfa sneið af hráskinku. Þræðið upp á trépinna til skiptis osti sem vafinn er í hráskinku og sneið af brauði.

IMG_7363Grillið þar til osturinn byrjar að bráðna og brauð og skinka taka lit.   Penslið með dressingunni áður en borið er fram.

Þessi færsla var birt í Forréttir, Grillréttir, Smáréttir og merkt sem , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Grillaður marineraður mozzarella m/hráskinku og brauði

 1. Bakvísun: Nýtt ár – ný tækifæri og vinsælustu uppskriftirnar | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s