Bananabrauð með kókos, rommi og brúnuðu smjöri

IMG_7449Blautir og kaldir sumardagar eins og þeir hafa verið undanfarið kalla á notalegheit innandyra. Bakstur og bananar, svo ekki sé minnst á dökkt romm eiga þá vel við.  Á hinum hefðbundna blogghring um daginn heillaði þessi uppskrift mig á síðunni hjá Joy the baker.  Brauðið er mjög gott og sannarlega þess virði að deila því hér.

Uppskrift

 • 175 gr. smjör
 • 2 bollar hveiti
 • 3/4 bolli púðusykur
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 1/2 tsk. salt
 • 3/4 tsk.kanill
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 2 tsk. dökkt romm (örugglega í lagi að sleppa því ef það er ekki til í vínskápnum)
 • 2 stór egg
 • 1/4 bolli hrein jógúrt
 • 3 bananar stappaðir eða 1 og 1/4 bolli
 • 1/2 bolli kókosflögur ristaðar á pönnu +1/4 bolli óristaðar til að setja ofan á brauðið

IMG_7428Bræðið smjörið í potti yfir meðalhita. Þegar smjörið er bráðið byrjar það að freyða svolítið og frissandi hljóð heyrist þegar vatnið sýður úr smjörinu. Eldið smjörið þar til það fer að taka á sig brúnan lit og ilmurinn verður hnetukenndur. Hellið þá heitu smjörinu í skál og kælið, annars heldur það áfram að eldast og  getur brunnið. Athugið að mikilvægt er að fylgjast vel með smjörinu á meðan á þessu ferli stendur því það getur auðveldlega brunnið og það er ekki það sem við erum að leita eftir.

IMG_7434Hrærið saman stöppuðum bönunum, eggjum, jógúrt, vanillu og rommi.  Hrærið smjörið saman við.  Blandið þurrefnunum hveiti, sykri, lyftidufti, salti og kanil saman og hærið varlega saman við bananahræruna.  Að lokum er ristuðum kókosflögum bætt út í.  Hrærið allt vel, en varlega saman – gætið þess að þeyta ekki, því þá er hætt við að kakan verði seig. Þetta deig er því best að hræra saman í höndunum, ekki í hrærivél.

IMG_7435Setjið í vel smurt og hveitistráð formköku-form, stráið óristuðu kókosflögunum yfir deigið í forminu áður en það fer í ofninn. Bakið við 180°C í um það bil 50 – 60 mín.  Látið kólna í forminu í u.þ.b. 15 mínútur áður en þið setjið kökuna á disk.

Þessi færsla var birt í Bakstur, Brauð og merkt sem , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s