Linsubaunasalat með grilluðu grænmeti og Halloumi osti

IMG_7417Puy linsubaunasalat er hið mesta lostæti – hvort sem er eitt og sér eða sem meðlæti með fisk eða kjöti. Hér eru baunirnar soðnar með ferskum kryddjurtum og hvítlauk sem gerir bragð þeirra mjög gott. Í raun má setja hvað sem er út í soðnar baunirnar – hlutföllin eru ekkert heilög og ekki heldur val á grænmeti og magn. Þessi samsetning er reyndar mjög góð og vel til þess fallin að mæla með.  Salatið þolir hins vegar vel að innihaldið fari svolítið eftir því hvað er til hverju sinni. Halloumi osturinn er mjög góður í þessari samsetningu – en hann er alls ekki alltaf fáanlegur hér á landi, um að gera að njóta hans þegar hann er til, en hann er ekki nauðsynlegur.

Uppskrift – meðlæti fyrir 6 eða aðallréttur fyrir 3 – 4

  • 250 gr. Puy linsubaunir
  • 3 bollar vatn
  • 1 msk. grænmetiskraftur
  • 1 grein rósmarín
  • 2-3 stilkar óreganó
  • 2 hvítlauksgeirar skornir í grófar sneiðar

Blandið öllu saman í pott og sjóðið linsubaunirnar skv. leiðbeiningum á pakka eða í um 15 mínútur.  Hellið umframvökva af og fjarlægið kryddjurtir og hvítlauk.

IMG_7397

Grillað grænmeti og Halloumi ostur

  • 1/2 kúrbítur skorinn í sneiðar
  • 1/2 eggaldin skorið í sneiðar
  • 1 rauðlaukur skorinn í báta
  • 1/2 rauð paprika skrorin í bita
  • 8 cherry tómatar
  • 4 sneiðar Halloumi ostur
  • olífuolía
  • salt og pipar

Grænmetið þrætt upp á grillteina, penslað með olífuolíu og kryddað með salti og nýmöluðum pipar.  Grillið grænmetið og Halumi ostinn á velheitu grilli þar til það tekur lit og fallegar grillrákir myndast.

Skerið grænmetið og ostinn í hæfilega bita. Blandið gænmetinu, ostinum og linsubaununum saman.  Stráið svolitlu af flatblaðasteinselju yfir ásamt góðri ólífuolíu.

IMG_7404

Þessi færsla var birt í Grænmetirréttir, Meðlæti, Salat og merkt sem , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s