Marokkósk lambakjötsúpa

IMG_7921Það er svo gaman að láta drauma sína rætast. Ég á engan „bucket“ lista en sest þó reglulega niður og lista upp nokkur atriði sem mig dreymir um að koma í framkvæmd. Með þessu móti verða draumarnir raunverulegri og öðlast frekar líf. Matreiðslunámskeið í Marokkó hafði verið draumur minn í mörg ár og það var í raun ekki fyrr en ég setti þennan draum niður á blað að ég lét loks verða að því að skella mér.  Fyrir tæpum tveimur fór ég með góðri vinkonu til Marrakesh í Marokkó á matreiðslunámskeið. Ferðin var ógleymanleg og við báðar staðráðnar í að endurtaka leikinn, fara á framandi eða minna framandi slóðir og læra að elda að hætti heimamanna.  MarrakechÞessi réttur var reyndar ekki eldaður á námskeiðinu í Marrakesh en á rætur sínar í Marokkó þar sem maturinn er vel kryddaður en þó ekki sterkur. Hráefnalistinn er svolítið langur en það þýðir samt alls ekki að eldamennskan sé flókin eða íllskiljanleg – byrjið bara á að týna allt hráefnið til og þá verður eldamennskan leikur einn.

IMG_7910

Uppskrift

 • 2 – 3 msk ólífuolía
 • 2 laukar, saxaðir smátt
 • 2 sellerí stilkar – skornir smátt
 • 2 gulrætur skornar i teninga
 • 3 hvítlauksgeirar
 • 1 msk. broddkúmen fræ
 • 450 gr. lambakjöt magurt skorið í litla bita- t.d. lærisneiðar
 • 2-3 tsk. túrmerik
 • 2 tsk. paprika
 • 2 tsk. kanill
 • 1 tsk. hunang
 • 2 lárviðarlauf
 • 2 msk. tómatpúrra
 • 1 ltr. lambakjötsoð
 • 250 gr. soðnar kjúklingabaunir
 • 1 dós tómatar saxaðir
 • 100 gr. grænar eða brúnar linsubaunir
 • 1 búnt fersk flatblaðasteinselja smátt söxuð
 • salt og pipar
 • 1 sítróna

Hitið olíu í góðum potti og steikið lauk, sellerý og gulrætur við lágan hita í nokkrar mínútur eða þar til laukurinn verður glær. Bætið krömdum hvítlauk og broddkúmen-fræjum í pottinn og blandið vel saman.  Hækkið hitann, setjið smátt skorið kjötið út í pottinn og steikið þar til kjötið hefur allt tekið lit. Bætið túrmerik, papriku, kanil og hunangi út í ásamt tómatpúrru og hrærið vel saman.  Þá er lambakjötsoðinu og lárviðarlaufum bætt saman við, hrærið vel saman og látið suðana koma upp.  Lækkið hitann þegar suðan er komin upp, setjið lok á pottinn og látið malla við vægan hita í u.þ.b. 40 mínútur eða þar til kjötið er meyrt.  Bætið þá söxuðum tómötum og linsubaunum útí og látið sjóða í 20 mínútur.  Þá er kjúklingabaunum bætt út í og soðið áfram í u.þ.b. 10 mínútur.  Smakkið til og kryddið með salti og pipar, ef súpan er of þykk má bæta vatni út í  hana.  Hrærið um helmingnum af steinseljunni út í pottinn.

Súpuna á að bera fram mjög heita með nóg af góðu brauði, strá yfir hana steinselju, nýrifnum sítrónuberki og sítrónusafa.

IMG_7918

Þessi færsla var birt í Kjötréttir, Súpur og merkt sem , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s