Chili- og berjasulta

IMG_8646Ákaflega kær og góð kona færði okkur sultu svipaða þessari að gjöf fyrir ein jólin. Þegar ég falaðist eftir uppskriftinni kom í ljós að henni hafði verið treyst fyrir leyndarmáli sem hún lofaði að fara ekki með lengra. Sultan var hins vegar svo góð að ég hætti ekki leit minni fyrr en mér tókst að mastera mína eigin uppskrift sem birtist nú hér. Þessa sultu geri ég stundum fyrir jólin og færi kærum vinum ýmist með jólakorti eða jafnvel í stað jólakorts þegar sá gállin er á fjölskyldunni – það er jólakorta-ritleti, en sú leti hefur háð okkur meira og meira í seinni tíð. Þá er gott að geta gripið í góðgæti í krukkur til að láta fólk vita hve vænt okkur þykir um það. Þó það styttist í jólin er ég ekki byrjuð að búa til jólagjafasultur – en skellti í þessa um daginn því hún er svo góða allan ársins hring, til dæmis með ostum. Krukkurnar skreytti ég og á tilbúnar því eins og ég hef áður sagt – það er svo gaman að kippa með sér einni fallegri krukku til að gefa við góð tækifæri.

IMG_8340Uppskrift

  • 6 rauðir chili
  • 2 rauðar paprikur
  • 3 bollar ber ( núna notaði ég 2 bolla jarðaber og 1 bolla brómber)
  • 1/2 bolli rauðvínsedik
  • 3 bollar sykur + 2 tsk.
  • 2 tsk. sultuhleypir

IMG_8344Skerið papriku og chili í grófa bita og fræhreinsið.  Setjið í matvinnsluvél og maukið vel.

chili-sultaSetjið papriku og chili maukið í pott ásamt sykri og edik.  Látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í u.þ.b. 15 mínútur.  Setjið berin út í og sjóðið í 5 mínútur í viðbót.

Blandið saman sultuhleypi og 2 tsk. sykri og setjið út í pottinn, hrærið vel saman og látið   sjóða í 1-2 mínútur til viðbótar.  Setjið á fallegar sótthreinsaðar krukkur og lokið strax á meðan sultan er heit.

Þessi færsla var birt í Meðlæti, Pestó, sultur og chutney, Vinsælar uppskriftir og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

4var við Chili- og berjasulta

  1. Sara sagði:

    Hvað er einn bolli í gr/ml? 🙂

  2. Bakvísun: Heiteykt makríl paté | Krydd & Krásir

  3. Bakvísun: Hráskinkubollar með eggjum og spínati | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s