Hæg-eldað nauta rib eye með sveppasósu

IMG_8766Rib eye nautasteik sem er elduð við lágan hita í 10 klst. nánast bráðnar í munni. Það bregst ekki að þegar ég hef boðið upp á þessa steik í matarboðum þá umla gestirnir af ánægju.

Þetta er einföld eldamennska og hentug í matarboð.  Steikin býður þolinmóð í ofninum eftir að verða borin á borð þegar gestirnir koma og maður getur gefið sér tíma til að mingla í rólegheitunum.

Það er tvennt sem skal hafa í huga, annað er að vakna nægilega snemma til að koma steikinni örugglega í ofninn 10 klst. áður en gestirnir koma.  Hitt er að val á steikinni, leggið áherslu á að kaupa góða steik, beint frá býli eða í góðri sérverslun sem sérhæfir sig í að selja kjöt – við eigum nokkrar slíkar hér í Reykjavík. Ef kjötið er gott þá getur þú treyst því að steikin verður ein sú besta sem þú hefur bragðað.

IMG_8654Uppskrift f. 8 manns

 • 2 kg. nauta rib eye
 • 1 – 2 msk. olía
 • 1 tsk. chili flögur
 • 2 hvítlauksgeirar
 • salt og nýmalaður pipar

IMG_8661Nuddið steikina með olíu, hvítlauk, chili flögum, pipar og salti.

IMG_8666Steikið kjötið við háan hita á útigrilli eða pönnu á öllum hliðum – eða þar til það er vel brúnað.  Tekur u.þ.b. 5 mínútur.

IMG_8670Setjið kjötið á grind í ofnskúffu og bakið við 65° C í 10 klst. eða þar til kjarnhitinn er um 60° í miðju kjötsins.

Í þetta sinn bárum við steikina fram með hasselback kartöflum, steiktu grænmeti og dásamlegri sveppasósu elduð frá grunni með nokkrum tegundum af bæði villtum sveppum og ræktuðum.

Sveppasósa uppskrift

 • 1 sellerí stöngull
 • 1 laukur
 • 2 gulrætur
 • 2 hvítlauksgeirar
 • 1/4 chili
 • 1/2 l. nautasoð (góður tengingur og vatn)

sosaSkerið grænmetið smátt og steikið í olíu við lágan hita í  u.þ.b. 10 mínútur.  Hellið nautasoðinu yfir og látið sjóða undir loki í 30 – 40 mínútur.  Takið pottinn af hitanum og maukið með töfrasprota.

 • 250 gr. blandaðir sveppir
 • 25 gr. smjör
 • 1 peli rjómi
 • 1 tsk. sósulitur (má sleppa – en sósan verður óneitanlega fallegri á litinn)

Steikið sveppina í smjöri og blandið þeim saman við grænmetis-soðið. Bætið rjóma og sósulit út í og látið malla við hægan hita í 10 – 15 mínútur

Þessi færsla var birt í Kjötréttir og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

10var við Hæg-eldað nauta rib eye með sveppasósu

 1. Elvar þór sagði:

  Hvar nákvæmlega keyptiru þessa steik? 🙂

  • berglindolafs sagði:

   Sæll Elvar

   Þessi steik er keypt í Kjötbúðinni á Grensásvegi 48 og var algert lostæti. Ég versla ýmist hjá þeim eða beint frá býli og þá af bændunum í Hvalfirðinum, t.d. Matarbúrinu í Kjós eða í gegnum Frú Laugu.

   Jólakveðja
   Berglind

 2. Bakvísun: Nýtt ár – ný tækifæri og vinsælustu uppskriftirnar | Krydd & Krásir

 3. Kristín sagði:

  Hvaða meðlæti bauðstu uppá með kjötinu, væri kannski sniðugt að baka kartöflur deginum áður sem svo væri hægt að hita upp

  • berglindolafs sagði:

   sæl Kristín

   Ég var með Hasselback kareflur og smjörsteikt grænmeti, það er strengjabaunir, gulrætur, kúrbít, blómbkal og spergilkál. Hasselback kareflurnar er minna mál að gera en ætla má í fyrstu og örugglega hægt að forelda þær daginn áður og hita þær svo upp og þannig ljúka elduninni þegar rétturinn er borinn fram.

 4. Bakvísun: Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla | Krydd & Krásir

 5. Elmar Þór sagði:

  Hæ, ég var að spá, þarf svona ribeye steik að standa í ísskáp í marga daga eins og nautalund til að brjóta sig. T.D 14 daga ?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s