Klaustur-bleikja í sesamhjúp m/suðrænu salsa

IMG_8632Ferskur fiskur er dásamlegt hráefni sem einfalt og fljótlegt er matbúa – samt hefur það einhvern vegin orðið þannig á síðustu árum að hann er sjaldnar á borðum hjá okkur en æskilegt er. Við höfum einsett okkur að bæta úr því og elda fisk a.m.k. 2 – 3 í viku í vetur. Þriðjudagskvöld verða til að mynda með fáum undartekningum fiskikvöld. Stefni að því að setja velheppnaðar tilraunir, sem vert er að endurtaka hingað inn.

Þriðjudags-fiskréttur þar-síðustu viku var Klaustur-bleikja. Ég hef bara verið svo upptekin við vinnu og síðustu daga við að njóta lífsins (meira um það síðar) svo tími til að útfæra uppskriftina, velja myndir og koma öllu hingað inn hefur ekki gefist fyrr en nú.  En þessi uppskrift er sannarlega þess virði að deila og endurtaka.

IMG_8607

Uppskrift (fyrir 5) 

  • 1 kg. bleikjuflök (mæli með klausturbleikjunni – fersk og góð)
  • 2 msk. fiskisósa
  • 2 msk. semsamolía
  • 3 msk. olífuolía
  • 1 msk. hunang (fljótandi)
  • 1/2 chili fræhreinsað og saxað mjög smátt
  • 2 hvítlauksgeirar, kramdir undir hnífsblaði og saxaðir mjög smátt
  • 2 msk. ljós sesamfræ
  • 2 msk. svört sesamfræ (má sleppa og nota þá meira af þeim ljósu)
  • svartur pipar

Blandið fiskisósu, olíu, hunangi, chili, hvítlauk, sesam fræjum og pipar saman í skál og hrærið vel.

Setjið fiskflökin í eldfast mót og hellið sesamblöndunni yfir flökin og dreifið vel.  Látið standa á borði í u.þ.b. 15 mínútur eða á meðan þið útbúið suðrænt salsa.

IMG_8612

Bakið í ofni undir funheitu grilli í u.þ.b. 8 mínútur – fer eftir því hve stór og þykk flökin eru.  Góð regla sem Friðgeir á Holtinu kenndi mér er sú að þegar þú heldur að fiskurinn sé alveg að verða tilbúinn, taktu hann þá úr ofninum eða af pönnunni, hann heldur nefninlega áfram að eldast í smá stund og fátt er betra en hárrétt eldaður ferskur fiskur.

Suðræn salsa 

  • 1 Mangó
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1/4 gúrka
  • 1 tómatur
  • 1/2 paprika
  • 2 vorlaukur
  • ferst kóríander eða flatblaðasteinselja
  • 1 msk. ferskur sítrónusafi
  • 1 msk. góð ólífuolía
  • örlítið salt

IMG_8619Skerið mangó og grænmeti frekar smátt og blandið saman.  Hellið sítrónusafa og olífuolíu yfir og saltið örlítið.

Fallegt er að dreifa nokkrum skeiðum af salsa yfir fiskinn áður en hann er borinn fram

Berið fram með góðum hrísgrjónum eða grænu salati.

Þessi færsla var birt í Fiskur og sjávarfang, Meðlæti og merkt sem , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s