Já þriðjudagar eru þeir dagar sem fjölskyldan hefur sammælst um að elda saman góða fiskrétti. Oftast erum við fimm en þessa vikuna var fámennara, einungis við hjónin og besti unglingurinn. Þessi réttur þarfnast ekki margra orða eða útskýringa – einfaldur, fljólegur, hollur og góður.
- 500 – 600 gr. þorskur
- 3 tómatar
- 1 kúrbítur
- 1 mozzarellakúla
- 5 msk. ólífuolía
- 2 hvítlauksgeirar
- 3 msk. ferkst oreganó saxað smátt (eða 2 tsk. þurrkað)
- parmesan og basil salt frá Nicolas Vahé
- salt
- nýmalaður pipar
Skerið kúrbít, tómata og mozzarella-ostinn í frekar þykkar sneiðar. Skiptu fiskflakinu í 3 jafna bita og kryddið þau með dálitlum pipar og salti.
Setjið ólífuolíu í skál og setjið pressaðan hvítlaukinn, oreganó, pipar og parmesan&Basil salt út í olíuna.
Setjið kúrbítinn í botninn á eldföstu móti, smyrjið með smávegis af olíunni. Raðið tómötum ofan á kúrbítinn og smyrjið með smávegis af olíu. þá er fiskstykkjunum raðað ofan á tómatana og smurt með olíunni og loks mozzarellaosturinn. Kryddið aðeinss yfir allt með kryddsaltinu.
Í þetta sinn notaði ég 3 litlar eldfastar skálar en að sjálfsögðu má nota eitt stærra eldfast mót.
Hitið ofninn í 200°C og bakið í 10 – 12 mínútur.
Einfalt, fljótlegt og ljómandi gott.