Ég smakkaði tzatzíkí fyrst á Krít fyrir margt löngu – þar er sósan borin fram með nánast öllu, á morgnana, í hádeginu og á kvöldin, með grænmeti, brauði, kjöti og fisk. Í kvöld var hún borin fram með kjúklingarrétti og couscous, en að sjálfsögðu er sósan góð með nánast hverju sem er. Þess vegna verðskuldar hún sérstaka færslu.
- 200 gr. Grísk jógúrt
- 1/3 agúrka
- 2 hvítlauksrif
- 1 tsk. sítrónusafi
- 1 tsk. olífuolía
- salt
Rífið agúrkuna á rifjárni (grófu hliðinni), setjið á disk og stráið smávegis af salti yfir. Látið standa í nokkrar mínútur og greistið síðan vel með höndunum þannig að sem mestur safinn fari úr gúrkunni. Hrærið öllu vel saman og látið standa í svolítinn tíma áður en borið er fram. Bragðið verður dýpra og betra ef sósan nær að standa í a.m.k. klukkustund, en það er allt í lagi að bera hana fram fyrr.