Hægeldað nautakjöt – Pot roast

IMG_9264Sannkölluð vetrar-sunnudagssteik. Fyrirhöfnin er ekki mikil þó eldunartíminn sé langur. Tilvalið að skella þessu í ofninn og fara síðan í góðan göngutúr eða sund. Þegar heim er komið svolítið kaldur og þreyttur eftir góða hreyfingu ilmar húsið dásamlega og kvöldverðurinn er nánast tilbúin. Þá er bara að skella gróft skorna grænmetinu í pottinn, leggja fallega á borð, kveikja á kertum og jafnvel opna góða rauðvínsflösku – það er fátt sem toppar svoleiðis sunnudaga.

Uppskrift f.4 

  • 800 gr. pot roast nautasteik (við keyptum íslenska steik beint frá býli hjá Frú Laugu)
  • salt og pipar
  • 1 laukur skorinn í grófa bita
  • 2 gulrætur skornar í litla bita
  • 2 hvítlauksgeirar marðir undir hnífsblaði og skorinn smátt
  • 2 sneiðar beikon, skorið í litla bita
  • 2 msk. tómatpúrra
  • 1,5 dl. rauðvín
  • 2 dl. vatn
  • 1-2 greinar ferkst rósmarín (eða 1 tsk. þurrkað)
  • 3 msk. ferskt tímían eða 2 tsk. þurrkað
  • 2 lárviðarlauf
  • nokkrar kartöflur
  • 3 gulrætur
  • 1 lítil rófa

pot roastNuddið steikina með salti og nýmöluðum pipar, steikið við háan hita á öllum hliðum og geymið síðan á disk á meðan grænmetið er steikt.  Ég notaði steikarpott úr pottjárni sem má fara inn í ofn, en það má líka steikja kjötið og grænmetið á pönnu og færa síðan yfir í mót sem má fara inn í ofn.  Mótið eða potturinn þarf að vera með þéttu loki svo allt sjóði vel við hægan hita í ofninum án þess að þorna.

Lækkið hitann undir steikarpottinum og steikið smátt skorið beikon, gulrætur, lauk og hvítlauk í afganginum af olíunni í u.þ.b. 8 mín. Setjið tómatpúrru, rauðvín, vatn, rósmarín, timían og lárviðarlauf út í pottinn og hrærið saman.  Setjið kjötið út í pottinn og pottinn inn í ofninn sem á að vera stilltur á 140 C.  Bakið í u.þ.b. 2 klst.

IMG_9242Þá er gróft skornum gulrótum og rófum bætt út í pottinn ásamt kartöflunum sem gott er að skera í tvennt eða fernt eftir stærð – í þetta sinn áttum við smælki úr garðinum og kartöflurnar því hafðar heilar.  Bakið áfram í u.þ.b. 1 klukkustund.

Takið steikina úr pottinum, skerið í sneiðar og berið fram með grænmetinu úr pottinum  – kveikið kertasljós og opnið ef vill gott rauðvín.

IMG_9257

 

Þessi færsla var birt í Kjötréttir og merkt sem , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Hægeldað nautakjöt – Pot roast

  1. Bakvísun: Nýtt ár – ný tækifæri og vinsælustu uppskriftirnar | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s