Fiski-tacos

IMG_9484Þriðjudagar eru fiskidagar hjá okkur í Vatnsholtinu. Það eru ekki allir í fjölskyldunni jafn ánægðir með þá tilhögun, en þegar á fiskurinn er settur í réttan búning eins og í kvöld þá verða allir mjög glaðir og taka vel til matar síns. Frumburðurinn á heiðurinn af þessum rétt – hugmyndina fékk hún af erlendri matarsíðu fyrir margt löngu og aðlagaði að smekk okkar. Þetta er í annað sinn sem hún og tengdasonurinn koma og elda þennan fiskrétt fyrir okkur. Síðast gleymdum við að taka myndir en nú stóð eiginmaðurinn myndavéla-vaktina, unglingurinn lagði á borð og ég fékk að saxa grænmeti og setja í skálar. Góð samvinna og enn betri matur.  Takk fyrir mig elsku Rakel og Andri – þessi réttur er svo góður að við eigum örugglega eftir að elda hann afur og aftur, ferskur, hollur og góður.

Uppskrift – fiskur

  • 700 gr. þorskhnakki eða annar góður hvítur fiskur
  • 1/2 lime
  • 1 hvítlauksrif kramið undir hnífsblaði og saxað smátt
  • 1/2 tsk. cumin
  • 1/4 tsk. chili duft
  • 2 msk. olía
  • salt og pipar

IMG_9456Hrærið olíu, safa úr hálfu lime og kryddi saman og smyrjið yfir fiskflökin og látið standa á meðan þið útbúið sallatið og annað meðlæti.

IMG_9477Grillið á funheitu grilli eða steikið á heitri grillpönnu.

Uppskrift – salat

  • 1/2 haus hvítkál – sneitt í þunnar ræmur
  • 1/2 rauðlaukur sneiddur í mjög þunnar sneiðar
  • handfylli af fersku kóríander – smátt saxað
  • 1 tsk. grænmetisolía
  • 1/2 lime
  • salt og pipar

salatBlandið saman hvítkáli, rauðlauk og kóríander í skál. Hrærið olíu, safa úr 1/2 lime og salt og pipar saman og hellið yfir salatið.

Annað meðlæti

  • Tortilla kökur – hitaðar á pönnu
  • smátt skorið grænmetið s.s. tómatar, agúrka, paprika, avacadó, rauðlaukur eftir smekk og aðtæðum
  • salsa sósa – tilbúin eða heimagerð
  • sýrður rjómi

Setjið í fallegar skálar og berið fram.

IMG_9489

Þessi færsla var birt í Fiskur og sjávarfang, Mexikóskir réttir og merkt sem , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s