Súkkulaðihnappar

SukkuladihnapparGott súkkulaði tilheyrir páskum.  Ekki hafa allir smekk fyrir hefðbundnum páskaeggjum og því getur verið gaman að leika sér með súkkulaði sem okkur þykir best og velja með því annað hráefni sem fellur að smekk og aðstæðum hverju sinni. Góðir súkkulaðihnappar með hnetum, möndlum og þurrkuðum ávöxtum geta verið punkturinn fyrir i-ið í lok góðrar máltíðar og eiga vel við á páskum. Í þetta sinn notaði ég örlítið salt, ákaflega góðar saltflögur frá nýju saltverksmiðjunni að Reykhólum – Norðursalt, möndluflögur sem ég ristaði, pistasíuhnetur, sólþurrkaðar apríkósur og trönuber.

Þetta er ein þeirra uppskrifta sem er í raun meiri lýsing á aðferð en uppskrift í sjálfu sér. Hnapparnir eru bæði smart og ákaflega góðir – tilvalið að bera þá fram í lok góðrar máltíðar og/eða með góðum heitum drykk eftir góða göngu- hjóla- eða sundferð. Galdurinn felst í gæðum hráefnisins eins og ávalt þegar um einfaldar uppskriftir/aðferðir er að ræða.

Uppskrift

  • gott súkkulaði – ég notaði Amedei, ítalskt gæðasúkkulaði sem fæst hjá Frú Laugu
  • möndluflögur – ristaðar
  • pistasíahnetur
  • þurrkaðar apríkósur
  • þurrkuð trönuber
  • gott sjávarsalt í flögum

sukkuladihnapparBræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Skerið apríkósur í litla bita, ristið mönduflögurnar og saxið hneturnar í rétta stærð.

Setjið brædda súkkulaðið með teskeið á bökunarpappír, raðið öðru hráefni ofan á hvern hnapp áður en súkkulaðið storknar, endið á smávegis af saltflögum sem er stráð yfir í lokin.

Þessi færsla var birt í Annað, Eftirréttir og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Súkkulaðihnappar

  1. Elín sagði:

    Namm – þetta er örugglega gott!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s