Grilluð Humar-pizza

IMG_7505Eftir 15 dásamlegar nætur í tjaldvagni víðs vegar um landið erum við fjölskyldan nú komin heim.  Þetta blogg fékk óvænta kynningu á meðan á ferðalagi okkar stóð svo nú verður maður að hætta að roðna af feimni þegar minnst er á matarblogg og freista þess að standa undir þeim væntingum sem til þess eru gerðar – en númer eitt, tvo og þrjú hafa brjálæðislega gaman að þessu 🙂  Til þess er leikurinn gerður.  Matargerð og matarmenning hefur verið eitt af fjölmörgum áhugamálum mínum um mjög langt skeið og gaman að ögra sjálfri sér og fá útrás fyrir sköpunarþörfinni á nýjum vettvangi.

En aftur að ferðalaginu sem byrjaði á Víðum í Reykjadal í góðra vina hópi. Þar var eldað, bakað, brasað, sungið og trallað í marga góða daga með dásamlegu fólki. Humarpizzan var grilluð í tvígang þessa viku sem við dvöldum að Víðum – fyrst sem forréttur á undan nautasteik með Bérnaise og síðan sem einn af fjölmörgum réttum á sjávarrétta-kvöldi.

Humarpizzan er í raun sáraeinföld, við höfum grillað hana á pallinum í Vatnholti og Víðum, tjaldstæðinu í Þórsmörk, Stykkishólmi og víðar.  Það er alger óþarfi að borða saxbauta úr dós eða kaldar kótelettur þegar maður er á ferðalagi í tjaldi – ekkert mál er að skella í góða pizzu ef maður númer eitt hefur gaman að því að hafa fyrir matnum sem maður borðar og númer tvö nennir að henda hveiti, geri og þvílíku dóti í matarboxið.  En þá þarf maður líka að hafa gaman að þessu – fyrirhöfnin er meiri þegar maður bakar pizzu í tjaldi en þegar maður er heima í eldhúsi með allt við höndina.  En ég get lofað að fyrirhöfnin er vel þess virði – þessi pizza klárast alltaf, hverfur nánast eins og dögg fyrir sólu og yfirleitt er það nú þannig að það mætti alveg vera til aðeins meira af henni.

IMG_7511

Botninn – uppskrift

Þessi grunnuppskrift að pizzabotni fellur vel að okkar smekk. Við viljum hafa botninn þunnan og stökkan og því nær maður með þessari uppskrift. Uppskriftin dugar í 3 – 4 botna sem eru u.þ.b. 9 tommur hver.

 • 2 tsk. ger
 • örlítið hunang
 • 1 bolli volgt vatn
 • 4 bollar hveiti – oft nota ég 2 bolla gott brauðhveiti og 2 bolla af hörðu hveiti eða Durum hveiti.
 • 1 tsk. salt
 • 1 msk. olífuolía

IMG_7471Best er að leysa gerið upp í volgu vatni með hunangi, þar til það byrjar að freyða – þetta ferli tekur um 10 – 15 mínútur.  Ég hef nú ekki alltaf tíma og/eða þolinmæði í þetta fyrsta þrep og sleppi því oft …. svona til að vera alveg heiðarleg 🙂  Blandið saman hveiti, salti og olíu og hellið gerblöndunni (eða vatni, geri og hunangi) saman í skál og hnoðið vel saman eða þar til deigið hefur fengið góða áferð.  Ef þið eruð að baka pizzu heima er hægt að hnoða deigið í hrærivél með hnoðunarkrók, annars bara í höndunum.  Í tjaldi er um að gera að hnoða þetta mest í skálinni sjálfri.  Leyfið deiginu að hefast í skál undir klút í 30 – 120 mínútur +/-  þann tíma þið hafið til þess.  Við skellum oft í deig og förum síðan í sund eða gönguferð og ola þegar heim eða í tjald er komið býður þetta líka dásamlega deig tilbúið til að vinna með.

Deigið þarf að hnoða aftur í smá stund þegar það hefur fengið að hvíla og lyfta sér eins og tími og aðstæður leyfa. Skiptið deiginu í 3 – 4 parta og fletjið út.

Þegar pizza er grilluð á útigrilli eins og hér er gert – er botninum skellt á grill-pizzapönnu áður en áleggið er sett á botninn, pannan sett á funheitt grillið og grillinu lokað í nokkrar mínútur. Þá er botinum snúið við á pönnunni og nú er tímabært að raða álegginu á. IMG_7494

Humar-álegg á u.þ.b. 3 botna

 • hvítlauksolía (hvítlaukur kraminn og skorinn smátt settur út í góða ólífuolíu)
 • rifinn ostur
 • ferskur m0zzarellaostur skorinn í smáa bita
 • olífuolía
 • smjör
 • sítróna
 • 6 hvítlauksgeirar, marðir undir hnífsblaði og saxaðir smátt
 • 500 – 600 gr. humar skelflettur
 • salt
 • pipar nýmalaður
 • steinselja söxuð
 • blöð af morgunfrú (má sleppa)

IMG_7491Grillið botninn án áleggs í nokkrar mínútur eins og að ofan greinir.

Takið pizzapönnuna af grillinu og snúið botninum við. Smyrjið með hvítlauksolíu og stráið rifnum osti yfir botninn – ekki setja of mikinn ost á þessu stigi.  Grillið í nokkar mínútur.  Opnið þá grillið og bætið ferskum mozzarella osti á botninn – hann þarf aðeins styttri tíma til að bráðna heldur en rifni osturinn og er því settur aðeins síðar á botninn.

IMG_7498Á meðan pizzabotninn er að grillast er smjör með svolítilli olífuolíu brætt á pönnu, 2 velsaxaðir og marðir hvítlauksgeirar settir út í brætt smjörið og leyft aðeina að hitna, þá er 1/3 af humrinum bætt á pönnna og steikt í smá stund  – gætið þess að ofsteikja humarinn ekki -betra er að hafa hann aðeins of lítið steiktan. Kreistið u.þ.b. 1 msk. safa úr sítrónu út á pönnuna og saltið og piprið.  Raðið  humrinum á pizzabotninn sem nú er nánast tilbúinn, hellið hæfilegu magni af sítrónu-smjörblöndunni af pönnunni yfir pizzuna og lokið grillinu í eina mínútu eða svo.  Stráið saxaðri steinselju og blöðum af morgunfrú yfir pizzuna og berið fram.

IMG_7504

Þessi færsla var birt í Ítalskir réttir, Fiskur og sjávarfang, Forréttir, Grillréttir og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Grilluð Humar-pizza

 1. Bakvísun: Nýtt ár – ný tækifæri og vinsælustu uppskriftirnar | Krydd & Krásir

 2. Bakvísun: Möndlu-silungur með salvíusmjöri | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s