Grænkálsbaka

IMG_7777

Sumarið hefur svo sannarlega verið votara og heldur svalara hér í Reykjavík en undanfarin sumur. Við erum orðin svo góðu vön eftir nokkur ákaflega þurr, sólrík og hlý sumur hér sunnalands að ekki er laust við að Reykvíkingar dæsi svolítið þegar veðrið ber á góma. Salatið í gróðurreitnum okkar hér i Vatnsholtinu kann þó vel að meta þessa vætutíð og sprettur mun betur í ár en síðustu 2-3 sumur. Raunar er sprettan svo hressileg að við eigum fullt í fangi með að nýta og njóta þessara gersema. Hugmyndin að grænkálsbökunni er einmitt tilkomin vegna alls grænkálsins sem beið sperrt eftir okkur þegar við komum heim úr ferðalaginu góða um síðustu helgi.

sallatFetaostur, konfekttómatar og ferskt oreganó leika líka stórt hlutverk í þessari böku – en auk salatsins ræktum við mikið af kryddjurtum í garðinum okkar. Það er fátt sem jafnast á við það að trítla út í garð og ná í ferskar kryddjurtir, salat svo ekki sé minnst á smælki þegar líður á sumarið – já sumarið er svo sannarlega tíminn, vott eða þurrt 🙂  Góðar grænmetisbökur standa alltaf fyrir sínu, bæði sem léttur kvöldverður en ekki síður í árdegisverðarboðinu eða góðum veislum stórum og smáum.

Uppskrift

Bökubotn

  • 150 gr. smjör – kalt og skorið í teninga
  • 250 gr. hveiti
  • 1/2 tsk. salt
  • 1 eggjarauða
  • 3-4 msk. ískalt vatn

baka-botnHnoðið saman smjöri og hveiti – mér hefur reynst best að vinna deigið í matvinnsluvél. Bætið salti, eggjarauðu og hluta af vatninu saman og hnoðið þar til deigið er komið í góða kúlu. Athugið að ekki er víst að það þurfi allt vatnið og gætið þess að hnoða deigið ekki of mikið. Setjið degið í skál og geymið í kæli í u.þ.b. klukkustund.

baka-botn-2Fletið deigið fremur þunnt út og þekið bökuform með því. Gatið með gaffli. Ekki er nauðsynlegt að forbaka deigið.

Fylling

  • 8 vænir stönglar grænkál skornir í grófa bita
  • 3 þykkar sneiðar af góðu beikoni
  • 6 konfekt tómatar skornir í tvennt
  • 125 gr. fetaostur (1/2 feta-kubbur)
  • 5 egg og 1 eggjahvíta
  • 2 1/2 dl. rjómi
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 5 – 6 msk oreganó ferskt – saxað fremur gróft.
  • salt
  • pipar

IMG_7753Steikið beikonið á pönnu, kælið og skerið í bita. Steikið grænkálið upp úr feitinni af beikoninu og setjið á bökubotninn.

IMG_7768Setjið beikonið yfir grænkálið, raðið tómötum og fetaosti yfir.

IMG_7765Blandið saman í skál eggjum og rjóma og þeytið með gaffli eða handþeytara. Kryddið blönduna með hvítlauk, óreganó, salti og pipar. Athugið að bæði beikonið og fetaosturinn eru fremur sölt svo farið varlega með saltið. Hellið eggjablöndunni yfir fyllinguna.

IMG_7772Bakið við 190 c í 25 – 30 minútur.

IMG_7780Berið fram með góðu salati.

Þessi færsla var birt í Bökur og merkt sem , , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s