Humar undir rjómaostaþaki

IMG_7959Það er ekki oft sem maður rekst á stóran og flottan humar í skel í fiskbúðinni. Í vikunni átti ég leið í uppáhalds fiskbúðina mína að Sundlaugavegi þar sem þessi dásemdar-humar stór og flottur var í boði. Ég stóðst ekki mátið, þrátt fyrir kílóaverð sem fékk mig til að hika í smástund….  og maður lifandi hvað humarinn var góður, hverrar krónu virði.  Það er líka við hæfi að borða hátíðarmat á degi sem þessum, þar sem við sameinumst í að fagna fjölbreytileikanum og ástinni í sinni fjölbreyttustu mynd á GAY PRIDE hátíðin í Reykjavík. Ég verð alltaf klökk af hamingju og þakklæti til handa þeim sem vörðuðu leiðina og eru nú fyrirmyndir þeirra sem á eftir koma. Baráttunni fyrir mannréttindum er hvergi nærri lokið og þess vegna er svo þakklátt að sjá hve margir sameinast í að fagna og samgleðjast á degi sem þessum.ImageEn aftur að humarveislunni – Hvítlaukur og smjör eru ómissandi á humar og þegar maður bætir rjómaosti, sítrónu og steinselju við þá getur útkoman ekki orðið annað en fullkomin. Við vorum með þennan rétt sem aðalrétt í kvöld – sátum þrjú að dásemdinni, en þetta er líka frábær forréttur fyrir 5 – 6.

Uppskrift 

  • 900 gr. stór humar í skel
  • 100 gr. smjör
  • 100 gr. rjómaostur
  • 3 -4 hvílauksrif
  • 1/2 sítróna
  • flatblaðasteinselja (u.þ.b. 1 lúka)
  • Salt og pipar

Hreinsið humarinn, klippið upp í skelina, losið humarinn og lyftið honum að hálfu upp úr skelinni.

IMG_7931

Bræðið saman smjör og rjómaost við vægan hita.  Kremjið hvítlaukinn undir hnífsblaði og saxið smátt, hrærið út í ostablönduna. Takið af hitanum og kryddið með salti og pipar.  Hrærið steinselju, safa og berki af hálfri sítrónu saman við.  Þekið humarinn með rjómaostabráðinni.

IMG_7944Setjið undir funheitt grill í ofni og grillið í nokkrar mínútur.

IMG_7948Berið strax fram með góðu brauði og einföldu salati.

IMG_7962

Þessi færsla var birt í Fiskur og sjávarfang, Forréttir og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s