Silunga-Ceviche

IMG_7896Ég nýt þess á sumrin að útbúa hina ýmsu mismunandi rétti úr spriklandi ferskum silung og hoppa hæð mína af gleði þegar villtur lax býðst til þessarna líka.  Hin árlega „strákaferð“ eiginmannsins í Veiðivötn færði okkur ekki marga en þeim mun ljúfari urriða þetta árið.

IMG_7871Það er fátt betra en nýr silungur og eftir smá umhugsun og könnun á birgðarstöðunni í ísskápnum ákváðum við að útbúa einfaldan og ferskan forrétt sem unnt er að útfæra á ótal mismunandi vegu.  Grunnurinn er að sjálfsögðu nýr og ferskur silungur, safi úr sítrus ávexti og ferskt kóríander  Annað er spilað af fingrum fram og fer eftir því í hvaða stuði maður er og því hvað til er í ísskápnum og kryddjurtabeðinu fyrir utan stofugluggann.  Skjaldfléttuna rækta ég sérstakleg til að skreyta hina ýmsu rétti, það er svo gaman að lyfta einföldu sallati eða öðrum réttum aðeins upp með ætum blómum s.s. fjólu, morgunfrú eða skjaldfléttu.

IMG_7892Uppskrift

  • 2 silungsflök – nýveidd og skorin í litla bita
  • safi úr einni sítrónu
  • börkur af 1/2 sítrónu
  • börkur af 1/2 appelsínu
  • 1 tsk. tamarí-sósa
  • 1 tsk. sesamolía
  • 1 avakadó
  • 1 mangó
  • 2 vorlaukar
  • 1/2 paprika
  • 1/2 chilli rautt
  • handfylli af fersku kóríander
  • salt og pipar

Flakið silunginn, roðflettið og skerið í litla bita.  Hrærið saman sítrónusafa, sítrónu- og appelsínuberki, tamarín sósu og olíu.

Skerið avakadó, mangó, vorlauk og papriku í litla bita.

Saxið chilli smátt og kóríander gróft.

Blandið öllu saman í skál og látið standa í u.þ.b. 30 mínútur áður en borið fram

IMG_7894

Þessi færsla var birt í Fiskur og sjávarfang, Forréttir, Smáréttir og merkt sem , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s