Þessar bollur eru ákaflega góðar og skemmtilega ólíkar hefðbundnum brauðbollum, það gera furuhnetur, hafrar og góð blanda af fræjum. Verið óhrædd við að breyta fræjum og hnetum og skipta út eftir hentugleika. Í þetta sinn notaði ég svört sesamfræ sem ég keypti á markaði í Íran í vor og finnst mjög gaman að nota í brauð, venjulega nota ég bara þessi hefðbundnu ljósu. Ef furhnetur er ekki tiltækar þá er alveg í lagi að setja annarskonar hnetur t.d. valhnetur.
Bollurnar er upplagðar á árdegisverðarborðið eða með góðri súpu og dásamlegar í nestispakkann með einföldu og góðu áleggi.
- 450 gr. hveiti
- 200 gr. haframjöl
- 1 1/2 tsk. þurrger
- 1 tsk. hunang
- 1 tsk. salt
- 3 1/2 dl volg mjólk
- 1 egg
- 30 gr. graskersfræ
- 30 gr. sesamfræ
- 30 gr. sólblómafræ
- 30 gr. furuhnetur
Hnoða saman m/helmingnum af fræblöndunni. Geymið hinn helminginn af fræblöndunni þar til síðar.
Láta hefast þar til deigið tvöfaldast, það tekur að lágmarki 1 klst. Gott er að gefa deiginu lengri tíma, bollurnar verða bara betri. Mótið deigið í lengju, skerið í jafna bita og mótið í bollur.
Blandið helmingnum að fræjunum sem ekki fóru í deigið saman og setjið í grunna skál. Til þess að fræin festist og haldist vel á bollunum finnst mér best að dýfa bollunum fyrst í mjólk sem ég set í grunna skál og síðan í fræblönduna.
Bakið við 200°C í u.þ.b. 15 mínútur.
Er hægt að gera deigið að kvöldi og baka að morgni? Eða er það of langur hefunartími? Lúkkar ótrúlega vel 🙂
Það er örugglega alveg í lagi – mæli með að minnka gerið í 1 tsk og hafa vökvann kaldann og láta kaldhefast (á eldhusbekknum, ekki endilega í ísskáp) 🙂 ég hef notað þá aðferð á ymsan gerbakstur með góðum árangri