Suðrænt lambalæri ala Jamie Oliver

IMG_8067Nýjasta tímaritið á I-Padinum mínum er Jamie Oliver, skemmtilegt blað sem svo sannarlega kveikir fullt af hugmyndum. Þessi uppskrift er einmitt úr nýjasta blaðinu, að sjálfsögðu gat ég ekki farið alveg eftir uppskriftinni og breytti henni í takt við það sem til var og aðlagaði að smekk dætra minna. Ég hætti ekki að dásama þennan nýja miðil í áskrift tímarita og Jamie hefur lengi verið átrúnaðargoð mitt þegar kemur að mat og matarmennningu. Heimsókn á veitingastað hans Fifteen í London er mjög eftirminnileg, mæli með að þið pantið borð áður en þið heimsækið Lundúni næst (http://www.fifteen.net).

Lærið er úrbeinað, lagt í kryddlög  í um það bil 4-6 tíma eða allt að sólahring og grillað útflatt eða það sem kallað er „butterfly“, á þann hátt verður kjötið nokkurn vegin jafnþykkt og  auðveldara að tryggja jafna eldun á grillinu.

Lambalærið bárum við fram með góðu salati, nýjum íslenskum kartöflum og kaldri sósu úr grískri jógúrt og harissa mauki. Upplagður sunnudagsmatur – hver man ekki eftir sunnudagslærinu sem í eina tíð var nánast heilög stund á íslenskum heimilum, þessi uppskrift er skemmtilegt tvist við þá hefð.

Uppskrift

 • Lambalæri u.þ.b. 2 kg.
 • 1 tsk. svört piparkorn
 • 1 tsk. rauð piparkorn (rósapipar)
 • 2 tsk. fennel-fræ
 • 1 tsk. kóríander-fræ
 • 1 sítróna, fínt rifinn börkur
 • 1 tsk. sæt reykt paprika
 • 1 búnt ferskt oreganó
 • 1 rautt chili skorið í þunnar sneiðar
 • 4 hvítlauks-geirar kramdir undir hnífsblaði
 • 6 tsk. ólífuolía
 • 2 tsk. rauðvínsedik
 • salt

Sósa

 • 1-2 tsk. Harissa
 • 1 dós grísk jógúrt

jamie-laeri

Úrbeinið lærið, leggið það á bretti þannig að sárið snúi að ykkur og skerið í vöðvann þar sem hann er þykkastur – hálfa leið í gegn í sitthvora áttina, opnið vöðvann eins og bók og fletjið út.  Á þennan hátt verður vöðinn nokkurn vegin jafn þykkur.

jamie-2

Hitið pönnu og ristið svörtu og rauðu piparkornin ásamt fennel og kóríander í smá stund eða þar til kryddið byrjar að ilma vel – gætið þess að standa yfir pönnunni allan tímann og hrista hana nokkrum sinnum, þetta gerist hratt.  Setjið ristuðu kryddin í mortél ásamt hvítlauk og 1/3 chili og myljið saman.

IMG_7989Blandið saman í stóra skál kryddmaukinu, gróft söxuðu oreganó, chili sneiðum, sítrónuberki, olífuolíu og rauðvínsediki ásamt smá salti, hrærið vel.

IMG_7991Setjið lambið í skálina og nuddið mareneringunni vel í kjötið.  Þekið skálina og setjið í ísskáp í a.m.k. 4-6 tíma eða yfir nótt.

Takið úr ísskápnum hálftíma fyrir eldun, svo kjötið nái herbergishita áður en það fer á grillið.

IMG_8058Grillið kjötið i í 25 – 35 mínútur og snúið bitanum á 7-10 mínútna fresti. Athugið að grilltíminn fer eftir smekk og aðstæðum.

IMG_8061Látið kjöti hvíla í u.þ.b. 10 mínútur áður en þið berið það fram.

Sósan

Hrærið 1-2 tsk. af harissa mauki saman við 1 dós af jógúrt.

Berið kjötið fram með sósunni, sítrónu sem skorin er í báta, einföldu og góðu salati og ef vill nýjum íslenskum karöflum sem vellt er upp úr smjöri og kryddaðar með gróft saxaðri steinselju og góðu salti.

Þessi færsla var birt í Grillréttir, Kjötréttir og merkt sem , , , , , , , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

2var við Suðrænt lambalæri ala Jamie Oliver

 1. Bakvísun: Nýtt ár – ný tækifæri og vinsælustu uppskriftirnar | Krydd & Krásir

 2. Bakvísun: Hnetu- og aprikósufyllt lambalæri | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s