Spænsk fiskisúpa með chorizo pylsu

IMG_9026Þema þessarar viku í eldhúsinu er að nýta og nota það hráefni sem til er.  Ýmsir samverkandi þættir hafa orðið til þess að okkur hættir til að sanka að okkur margvíslegu hráefni og nýting þess gæti svo sannarlega verið mun betri. Það er svo gott og nauðsynlegt að staldra við öðru hverju og spyrja sig að því hvort nauðsynlegt er að fara út í búð áður en réttur dagsins er ákveðinn – kíkja í kistuna, skúffurnar og skápana og útbúa eitthvað dásamlegt úr því sem til er. Þriðjudags-fiskréttur þessarar viku er einmitt þannig til kominn.  Já, það má svo sannarlega spyrja sig hvernig standi á því að allt þetta dásamlega hráefni hafi einmitt verið til í frystikistunni, skúffum og skápum – líklega er ég  haldin matarsöfnunar-áráttu 🙂  Ég fer til dæmis alltaf á matarmarkaði þegar ég er í útlöndum og dreg heim með mér spænska pylsu eða ferska sveppi og fágæt ber – já eða krydd, hnetur, osta, olíu, edik og jafnvel ákveðnar tegundir af hveiti, allt eftir því hvar ég er stödd. Þannig er núna til í mínum skúffum og skápum krydd og krásir frá hinum ýmsu heimshlutum enda hef ég sjaldan ferðast jafn víða og í ár.

En að uppskriftinni sem að þessu sinni er spænsk fiskisúpa með chorizo pylsu, einkar skemmtileg samsetning sem smellpassar. Ég mæli með sterkri chorizo pylsu, þessi sem ég notaði var keypt á Borough markaðnum í London, en Pyslumeistarinn á Hrísateignum útbýr og selur mjög góða pylsur -mæli sannarlega með heimsókn til þeirra.

IMG_9006Uppskrift

 • olífuolía
 • 1 laukur, smátt skorinn
 • 2-3 hvítlauksrif, kramin undir hnífsblaði og skorin mjög smátt
 • 1/2 rauður chili, saxað smátt
 • 1 búnt flatblaðasteinselja
 • 120 gr. Chorizo pylsa
 • 1 msk. hvítvínsedik
 • 1 dós tómatar
 • 1 msk. tómatpúrra
 • 1 l. vatn
 • 50 gr. basmati hrísgrjón
 • 200 gr. soðnar kjúklingabaunir (frosnar* eða úr dós)
 • 300 – 400 gr. fiskmeti (þorskur, lax, rækjur eða eitthvað annað sem hentar)
 • salt og pipar
 • safi úr einni sítrónu

Hitið olíu í þykkbotna potti og látið lauk, hvílauk chili og smátt skorna stilkana af steinseljunni malla í smá stund.

spaensk-supaSkerið chorizo pylsuna í hæfilega þykkar sneiðar og setjið út í pottinn, steikið allt saman í u.þ.b. 5 mínútur eða þar til pylsan fer að brúnast og laukurinn að taka í sig lit frá fitunni úr pylsunni. Bætið tómötum, tómatpúrru, hrísgrjónum og vatni út í pottinn, látið suðuna koma upp og sjóðið við vægan hita í 10 mínútur. Bætið kjúklingabaunum og fisk út í potinn og látið sjóða í nokkrar mínútur, ef þið notið rækjur setjið þær þá út í pottinn rétt áður en súpan er botin fram.  Bætið loks sítrónusafa og steinselju.

IMG_9028Í kvöld var súpan borin fram með þessum bollum, en þær voru til í kistunni góðu.

* Að mínum mati er best er að leggja sjálf baunir í bleyti, sjóða og frysta síðan í hæfilegum skömmtum.

 

Þessi færsla var birt í Fiskur og sjávarfang, Súpur og merkt sem , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s