Bakað eggaldin með jógúrtsósu og granateplum

IMG_9001Á ferðalagi mínu í London um daginn fór ég á veitingastað Ottolenghi í Islington, frábær staður sem góð samstarfskona mælti með. Ég hafði aðeins lesið um eigendurna þá Sami Tamimi og  Yotama Ottolenghi. Þeir fæddust báðir í Ísrael árið 1968, Sami í austuhlutanum það er þeim Arabíska en Yotama er gyðingur fæddur í vesturhlutanum. Þrátt fyrir að hafa búið alla sína æsku í nokkurra kílómetra fjarlægð frá hver öðrum hittust þeir ekki fyrr en árið 1999 í London en þangað fluttu þeir eftir að hafa flúið heimland sitt tveimum árum fyrr. Þeir hafa verið vinir allt frá fyrsta fundi og gerðust fljótlega samstarfsfélagar enda komust þeir að sameiginlegu áhugamáli og starfsvettvangi. Þeir eiga nú og reka nokkra staði í Lundúnunum, hafa gefið út matreiðslubækur og gert matreiðsluþætti fyrir BBC.

ottolenghiMaturinn á Ottolenghi er með miðaustulenskum blæ, mikið er lagt upp úr grænmeti, ferkst, einfalt og fallegt, þar sem hráefnið fær að njóta sín svo dásamlega gott. Ég á svo sannarlega eftir að lesa hverja línu, nota og njóta matreiðslubókarinnar sem ég keypti á staðnum áritaða og fína.

Þessi réttur er innblásinn af hugmyndum frá þessari heimsókn minni á veitingastað þeirra félaga, af lestri Ottolenghi -The Cookbook og úr myndbandi frá þeim sem vistað er á Youtube.  Þetta er einfaldur réttur – stendur alveg fyrir sínu einn og sér ef maður er á annað borð hrifin af eggaldin, en er líka dásamlegt meðlæti hvort sem er með fisk-, kjöt- eða bragðmiklum baunarétti.

IMG_8948Uppskrift

 • 3 eggaldin
 • 1 dl. olífuolía
 • tímían
 • salt og pipar
 • 1 granatepli

Jógúrtsósa

 • 180 gr. grísk jógúrt
 • 1 msk. olífuolía
 • 1 msk. sítrónusafi
 • 1-2 hvítlauksrif
 • salt

IMG_8975Hrærið  öllu sem á að fara í sósuna saman og látið standa á borði á meðan þið útbúið eggaldinið.

eggaldinSkerið eggaldinið í tvennt eftir endilöngu – hafið stilkinn á – það er fallegra þegar rétturinn er borinn fram. Skerið tíglamunstur í aldinkjötið, skurðurinn á að vera djúpur en gætið þess þó að skera ekki í gegn.

Penslið með olífuolíu, leggið í eldfast mót með sárið upp.  Saltið, piprið og stráið fersku tímían yfir.

Bakið við háan hita – 220°C í 25 – 30 mínútur.

eggaldin2Takið úr ofninum og látið kólna í u.þ.b. 5 mínútur.

Setjið um 1 – 2 msk. af sósu á hvern eggaldin-helming og granateplafræ yfir eftir smekk.

Þessi færsla var birt í Forréttir, Grænmetirréttir, Meðlæti, Miðausturlenskir réttir og merkt sem , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Bakað eggaldin með jógúrtsósu og granateplum

 1. Bakvísun: Sætt kartöflusalat með miðaustulenskum blæ | Krydd & Krásir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s