Grísk jógúrt með hindberjamauki og múslí

 Árdegisverðarboð um helgar eru fullkomin leið til að kalla saman þá sem þér þykir vænt um.  Nokkrir góðir réttir og skemmtilegt fólk, dásamlegri byrjun á laugardegi eða sunnudegi er vandfundin.  Réttirnir þurfa ekki að vera margir eða flóknir.  Hér er einn sem er mjög einfaldur, fallegur og ákaflega góður.

 Uppskrift

  • 150 gr. frosin hindber
  • 2-3 msk. hunang
  • 1 1/2 dós grísk jógúrt (500 gr.)
  • músli (heimagert er best – sjá uppáhaldsuppskriftina hér
  • nokkur fersk hindber (má sleppa)

 Setjið hindber og hunang í pott og hitið að suðu, látið malla í 5 mín.  Kælið.

 Skiptið hindberjamaukinu jafn á milli 4 fallegra glasa eða setjið í krukkur.  Gríska jógúrtin fer ofan á hindberjamaukið og loks músli.  Skreytið með nokkrum ferskum hindberjum ef þið eigið þau til.

Þessi færsla var birt þann Árdegisverður (Brunch), Morgunmatur og merkt , , , , , . Bókamerkið varanlega slóð.

Færðu inn athugasemd