Rabarbara og jarðarberja mylsnubaka m/engifer

IMG_6782Garðurinn okkar í Vatnsholti var ein helsta ástæða þess að við keyptum íbúðina okkar fyrir réttum 9 árum. Stór garður, með ágætri aðstöðu til að rækta svolítið grænmeti og kryddjurtir.  Fyrsta sumarið setti ég niður rabarbara sem ég fékk úr garði vinkonu minnar og hef notið uppskerunnar á hverju ári síðan.  Uppskeran er ekkert mikil, dugar í nokkrar bökur og fáeinar sultukrukkur.  En við njótum þess líklega bara enn betur að trítla út í garð eftir uppskerunni. Í gær var einmitt komið að því að ná í fyrstu stilka þessa sumars sem er óvenjuseint á ferð í ár.

Ekki man ég hvaðan ég fékk þessa uppskrift og hef eytt talsverðum tíma í dag og í gær að fletta í gegnum blöð og bækur til að finna það út – en án árangurs. Bakan er alltaf bökuð eftir minni, enda uppskrift sem þolir það alveg að hlutföllin breytist lítið eitt.  En í þetta sinn punktaði ég hjá mér innihaldið og hún heppnaðist alveg hreint prýðilega – það gerast einhverjir galdrar þegar rabbabari, jarðarber og engifer bakast undir sætu og grófu loki.  Þessi réttur hentar vel sem eftirréttur, er líka ljómandi góður í kaffiboðinu og dásamlegur sem sæti bitinn í brunch boðinu. Berið fram heitt með góðum vanilluís eða þeyttum rjóma.IMG_6738

Uppskrift

Fylling

  • 350 gr. rabbabari skorinn í uþ.b. 1 cm bita
  • 250 gr. jarðarber (mega vera frosin)
  • 5 cm bútur af fersku engifer – raspað smátt
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 50 gr. sykur

Blandið vel saman og setjið í botninn á eldföstu móti

Lokið

  • 110 gr. smjör
  • 80 gr. sykur
  • 80 gr. hveiti
  • 80 gr. grófir hafrar

Setjið þurrefnin í skál, skerið smjörið í litla bita og hrærið saman við þurrefnin þar til blandan er eins og gróf mylsna.  Myljið yfir fyllinguna.  Bakið við 190°C í 40 – 50 mínútur eða þar til gylltur litur er komin á lokið.

IMG_6747

IMG_6769

Þessi færsla var birt í Bakstur, Bökur, Eftirréttir, Vinsælar uppskriftir og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

4var við Rabarbara og jarðarberja mylsnubaka m/engifer

  1. Heiðrún Hákonardóttir sagði:

    Þessa ætla ég svo sannarlega að prófa í kvöld fyrir mig og mína fjölskyldu. Til hamingju með flott matarblogg. Virkilega vandað og fagmannlegt.

  2. Elín sagði:

    Uppskriftin af lokinu minnir mig á eplakökuna hennar mömmu 🙂 Væri til íað prófa með þessari frábæru fyllingu! Nammmmmm…..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s