Grillaðar fylltar paprikur

Gilladar fylltar paprikurÞað er eitt sem ég þarf að læra og það er að setja sjálfri mér raunhæf markmið – ég á það til að ætla að ljúka milljónogþremur hlutum helst fyrir hádegi og það á hverjum degi. Ég spyr mig oft af hverju og fæ yfirleitt sama svarið, sem er einfalt, það er svo óskaplega margt sem mér finnst skemmtilegt og margt sem mig langar að koma í verk…. Þessi uppskrift er gott dæmi um þetta- hún átti að koma inn fyrir rúmri viku, en á sama tíma var ég ljúka milljón öðrum verkefnum, öllum skemmtilegum, en mis-skemmtilegum þó 🙂  Bloggið sat því á hakanum og uppskriftin sem ég lofaði að koma hér inn er rúmri viku síðar á ferðinni en upphaflega stóð til.  Ég vona að ég hafi allt rétt eftir – þurfti aðeins að rifja þetta upp, enda hef ég á þessari rúmu viku farið heilan hring í kringum landið með alls kyns skemmtilegum útúrdúru, búið til og upplifað bráð-skemmtilegar matarsögur með enn skemmtilegra fólki.

Réttur þessi er einfaldur – já, ég segi og skrifa og stend við það (veit um nokkra sem hlæja núna), en þetta er einfalt og frekar fljótlegt. Paprikurnar eru líka smart sem er nú aldrei verra. Góðar einar og sér, en líka sem meðlæti með einföldum fiskréttum t.d. grilluðum lax, silung eða þorskhnakka sem kryddaður er með salti, pipar, smá sítrónu og ólífuolíu. Gómsætt!

IMG_4949Uppskrift (f.2 sem smáréttur eða meðlæti fyrir 4)

  • 2 paprikur
  • 12 – 16 kirsuberja-tómatar
  • 1/4 – 1/2 chilli, smátt saxaður
  • 1 hvítlauksrif, marið undir hnífsblaði og saxað smátt
  • basilíka – nokkur góð blöð söxuð gróft
  • 1 kúla ferskur mozzarella – skorin í grófa bita
  • ferskt basil pestó t.d. þetta hér
  • olía
  • salt og pipar

tomatarHitið smávegis af olíu á pönnu og steikið tómatana í 2-3 mínútur við fremur háan hita – veltið þeim til á pönnunni þar til sprungur myndast í hýði þeirra. Lækkið hitann, bætið hvítlauk og chili á pönnuna, kryddið með salti og pipar og veltið vel saman á pönnunni í  nokkrar mín. Takið pönnuna af hitanum og látið standa á meðan paprikurnar eru undirbúnar.

paprikaPaprikurnar eru skornar í tvennt í gegnum legginn og fræhreinsaðar. Grillaðar á heitu grilli með sárið niður í u.þ.b. 5 – 7 mín.  Snúið við og fyllið paprikurna með cherry tómötunum og mozzarella, setjið svolitlið af hvílauks og chili olíunni af pönnuni með. Lokið grillinu og grillið í u.þ.b. 5 mín.

IMG_4982Raðið á disk eða fat, setjið u.þ.b. 2-3 tsk. af fersku pestó á hverja papriku, ásamt gróft skorinni basiliku og fersk möluðum pipar.

IMG_4981Borið fram eitt og sér sem forréttur eða smáréttur með góðu grænu salati eða sem meðlæti með einföldum fisk- eða kjötrétt.

 

 

Þessi færsla var birt í Forréttir, Grænmetirréttir, Grillréttir, Meðlæti og merkt sem , , , , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s