Basil pestó – þetta hefðbundna ítalska

Klassík og nú þegar bjart er allan sólarhringinn þá vaxa basilplönturnar eins og arfi – bara muna að hafa þær á björtum stað og vökva vel – mínar eru í suðuglugga og eru vökvaðar daglega

Krydd & Krásir

Basil-pestó Hefðbundið ítalskt basilpestó er ómótstæðilegt. Á þessum árstíma er upplagt að rækta basil í gluggakistum, það er of viðkvæmt til að fara út í íslenskt sumar – en þrífst mjög vel í glugga.  Ég man eins og gerst hefði í gær þegar ég fyrst bragðaði ferkst pestó. Það var í fyrstu heimsókn minni til Mílanó og síðan eru liðin mörg ár. Enn er ferskt basil-pestó í miklu uppáhaldi. Ég nota það ekki bara út á pasta, heldur líka sem álegg á brauð, út á góða ítalska grænmetissúpu, á fisk og eins og í kvöld á grillaða papriku – set uppskriftina af henni inn á morgun.  Eins og svo oft í uppskriftunum mínum eru hlutföllin ekki heilög og það reyndi svolítið á að þurfa að skrá nákvæmlega niður hlutföll og grömm þegar þetta pestó var útbúið, held að það hafi tekist í þriðju tilraun. Galdurinn felst í góðu hráefni, fersku basil…

View original post 105 fleiri orð

Birt í Uncategorized | Færðu inn athugasemd

Silungur pakkaður í hráskinku borin fram með bygotto

Stundum er það svo að markmiðin sem maður setur sér taka U beygju um stund og maður neyðist til þess að þjálfa Pollýönnu-vöðvana meira en mann langar. Þessa dagana á það við um mig.  Allt frá því í lok síðasta árs höfum við hjónin ásamt góðum vinum æft úti í náttúrunni með dásamlegum hóp tilvonandi Landvætti undir dyggri stjórn hreinna snillinga þar sem Brynhildur Ólafs og Róbert Marshall fara fremst meðal jafningja. Það er fátt betra þegar erill og krefjandi verkefni eiga hug manns allan við skrifborðið á daginn en að komast út undir bert loft í hvernig veðri sem er á gönguskíða-, hlaupa-, sund- og hjólaæfingar sem reyna svo á að maður fer langt út fyrir þægindarammann sem stækkar  til muna með hverri æfingu.  Á einni aukaæfingu í síðustu viku missteig ég mig ílla og eftir nokkurra daga afneitun, eina hjólaæfingu og eina sundæfingu dröslaðist ég til að láta mynda bláan og bólginn hægri fót minn sem ég var sannfærð um að  væri bara ílla tognaður en reyndist ökklabrotinn. Það verður því ekki í ár sem ég næ titlinum Landvættur, en 2020 er líka hrikarlega smart tala.  Ég mun mæta galvösk á æfingar um leið og beinið er gróið og stefni ótrauð á að verða Landvættur 2020.  En í ár mun ég mæta á allar keppnirnar sem framundan eru, vera með kalda kampavín við marklínuna, hvetja, styðja og knúsa mitt fólk og allar hinar hetjurnar sem ljúka þessu í ár.  En aftur að Pollýönnu-vöðva-æfingunum.  Á meðan ég má ekki einu sinni tilla í fótinn (sem vonandi varir einungis í eina viku) hefur mér tekist að einbeita mér meira en ella að krefjandi vinnutengdu verkefni, loksins lokið við undurfagurt ungbarnateppi og silkihúfu á tilvonandi dótturdóttur sem á að koma í heiminn eftir um það bil 3-4 vikur og loksins gefið mér tíma til að ljúka við færslu á þessum dásemdarvef mínum sem hefur lítið verið sinnt síðustu rúmu 2 árin vegna anna við önnur krefjandi verkefni.  Ég á efni í margar færslur á tölvunni minni, myndir og minnispunkta sem þarf bara að vinna úr. Segið svo að það sé ekki unnt að nýta meira að segja beinbrot til einhvers……  í það minnsta er þessi mjög svo góða uppskrift komin í loftið, temmilega fyrir veiðitímabilið sem nú er hafið – Njótið og verði ykkur að góðu.

Uppskrift 

  • 800 gr. silgungsflök
  • 4 sneiðar hráskinka
  • 8 væn blöð af ferskri salvíu
  • Salt og pipar
  • Olía og smjör til að steikja upp úr

Skerið fiskinn í 4 góða bita, kryddið með salti og pipar.

Setjið tvo salvíublöð og hvern bita og vefjið hráskinkusneið utan um.

Gott er að byrja á byggottóinu á þessu stigi – geyma fiskinn innpakkaðan á meðan og steikja hann svo um það leyti sem byggið er um það bil tilbúið.

Bræðið þá smjör og olíu á pönnu og steikið fiskinn við fremur háann hita í nokkrar mínútur á hvorri hlið.

Byggottó

  • 3 dl. perlubygg
  • 1 l gott grænmetissoð
  • 1 dl. hvítvín (má sleppa)
  • 50 gr. smjör
  • 2 skalottlaukur, saxaður smátt (má líka nota 1 venjulegan lauk)
  • 2 hvítlauksgeirar, marðir í mauk
  • 2 gulrætur, hreinsaðar og skornar í litla teninga
  • ½ sítróna, safin og rifinn börkur
  • 50 gr. parmesan ostur, rifinn
  • 1 dl. rjómi
  • Salt og pipar

Setjið vatn og grænmetiskraft í pott og hitið að suðu.

Bræðið smjör í potti og steikið lauk og gulrætur við lágan hita í 5-7 mínútur.  Hækkið hitann, bætið hvítlauk í pottinn og síðan perlubygginu og steikið í 1-2 mínútur eða þar til byggið hefur dregið svo til alla fituna í sig.  Hellið hvítvíni út í pottinn og hrærið saman þar til vínið er að mestu gufað upp.  Bætið heitu grænmetissoðinu út í pottinn smátt og smátt, einni ausu í senn og látið byggið draga í sig vökvann áður en næsta ausa er sett í pottinn, það tekur um það bil 20 mínútur að elda byggið og þarf að standa yfir pottinum allan tímann. Að lokum er rifnum parmesan osti, rifnum berki og safa úr ½  sítrónu ásamt rjóma hrært út í, slökkvið undir pottinum, setjið þétt lok á og leyfið bygginu að hvíla í nokkrar mínútur áður en þið berið réttinn fram.

Birt í Fiskur og sjávarfang, Meðlæti | Merkt , , , , , | Færðu inn athugasemd

Lambaleggir í hægum takti

IMG_2076Það hafa margir sent mér skilboð með spurningunni hvort ég sé hætt að blogga um mat.  Mikið skil ég vel að fólk velti því fyrir sér þar sem lítið nýtt er að gerast á þessari síðu. En umferðin um síðuna er enn mjög mikil þrátt fyrir fáar nýjar færslur svo áhugi ykkar kæru lesendur er greinilega enn til staðar.  Ég hef líka ennþá mjög gaman að því að elda, baka og brasa í eldhúsinu en gef mér bara aðeins minni tíma í að sinna því áhugamáli því önnur verkefni eru aðeins fyrirferðameiri í lífi mínu núna.   Góð áform um að sinna þessari síðu betur eru samt alltaf bak við eyrað og því er ég ekki alveg hætt – hvatning ykkar og skemmtileg skilboð eru líka sérlega hvetjandi.

Notalegur matur, nærandi umhverfi, hreyfing undir berum himni og dásamlegur félagskapur sé uppskrift af góðum degi.  Hér er uppskrift að rétti sem flokkast sem kósý krásir (e. comfort food). Það er einfalt að smella lambaskönkunum í pott og inn í ofn og fara síðan í góða göngu t.d. á gönguskíði sem er nýjasta sport okkar hjóna, á meðan maturinn mallar í ofninum.  Þegar heim er komið tekur á móti manni dásemdarmatarilmur og maturinn smakkast mun betur eftir dásamlega útivist.

fullsizeoutput_3f90Uppskrift

  • 1,5 kg lambaleggir
  • 4 sneiðar beikon
  • 1 laukur
  • 1 stöngull sellerý
  • 6 gulrætur
  • 1 rauð paprika
  • 300 gr. spergilkál
  • 1 dós saxaðir tómatar
  • 2 msk. ferskt rósmarín eða 2 tsk.þurkað
  • 2 msk. ferskt tímían eða 2 tsk.þurkað
  • 1 teningur góður nautakraftur
  • 1-2 lárviðarlauf
  • Salt og pipar

 

Hitið ofninn í 150°C.

IMG_1985Kryddið lambaskankana með salti og pipar, steikið á heitri pönnu/potti upp úr olíu á öllum hliðum til að loka kjötinu. Takið kjötið af pönnunni.

Saxið lauk og sellerý fremur gróft og steikið við lágan hita í u.þ.b. 5 mínútur. Notið stóran pott sem rúmar allt og má fara inn í ofn. Bætið beikoninu út í og og steikið áfram í 5 mín. Bætið söxuðum tómötum í út í, þá öllu kryddinu og hrærið vel saman.  fullsizeoutput_3f85Skerið gulræturnar, papriku og spergilkál í munnbitastóra bita og setjið út í pottinn.

fullsizeoutput_3f88Loks eru steiktu lambaskankarnir settir ofan á allt, lokið sett á pottinn og hann inn í 150°C heitan ofninn í 3 – 4 klukkustundir.  Berið fram með góðri kartöflustöppu.

Kartöflustappa

  • 1 kg kartöflur
  • 50 gr. smjör
  • 50 gr. rjómaostur
  • 1 dl. mjólk
  • 1 hvítlauksrif
  • Salt og pipar

Sjóðið kartöflurnar þar til þær eru mjúkar.

fullsizeoutput_3f8fHellið vatninu af, skrælið og setjið þær aftur í hreinan pottinn ásamt smjöri, rjómaosti, mjólk, hvítlauk, salti og pipar. Maukið með stappara, en þó ekki of mikið því við viljum hafa músina frekar grófa, ég nota kartölfustapparann bara aðeins í byrjun og hræri svo saman með sleif.

IMG_2074

Birt í Kjötréttir, Meðlæti | Merkt , , , , , | Færðu inn athugasemd

Kalkúnabringa „Sous Vide“

IMG_8747Áramótamatseðill Vatnsholtsgengisins er alls ekki alltaf sá sami en oftast er boðið upp á heilsteiktan kalkún, sem við berum fram með góðri fyllingu, sætkartöflumús með sveppum, steiktu grænmeti, salati og góðri sósu.  Í ár völdum við þó kalkúnabringur og ætlum að nota Sous Vide eldunaraðferðina, enda græjan til í annars ákaflega vel útbúnu eldhúsinu.  Áður en ég hófst handa gluggaði ég í nokkrar matreiðslubækur, las nokkrar færslur á netinu, meðal annars hjá Ragnari sem heldur úti þessu stórgóða og vinsæla matarbloggi Læknirinn í eldhúsinu .  Til að gera langa sögu stutta – þá hef ég áður notað þessa aðferð við eldun á kalkúnabringu og maturinn svo góður að það var aldrei nokkur spurning um að þetta yrði endurtekið og það oftar en einu sinni.

Uppskrift (f. 6-8 manns) 

Kalkúnabringur

  • 1,5 – 1,7 kg. kalkúnabringa
  • 120 gr. smjör
  • 1 msk. salvía
  • 1 msk. paprikuduft
  • salt og pipar

Sous-vide eldunaraðferðin er skemmtileg og tryggir að kjötið verður dásamlega mjúkt og safaríkt og ekki hætta á að það verði þurrt. Aðferðin felst í því að pakka hráefninu í plastpoka sem lokað er vel svo tryggt sé að ekkert vatn komist ofan í pokann og leggja síðan pokana í vatnsbað með stöðugu lágu hitastigi. Ef ekki er vakúm vél til staðar er unnt að nota ziplock-plastpoka. Þá er hráefnið sett í pokann og opnum pokanum svo dýft rólega ofan í vatn, þannig að opið snúi upp,við það leggst pokinn saman og loftið þrýstist út og hann lofttæmist. Pokanum er síðan lokað vel og er tilbúinn til eldunar.

Mikilvægt er að vatnshitinn haldist stöðugur allan tímann.  Að vatnsbaðinu loknu er hráefnið tekið úr pokanum og það snöggbrúnað svo rétt áferð náist.

Bræðið smjörið í potti, setjið allt kryddið nema saltið út í smjörið og blandið vel saman.

Setjið kalkúnabringuna í poka og nuddið upp úr krydduðu smjörinu. Vakúmpakkið hverri bringu eða setjið í poka sem lokast mjög vel eins og lýst er hér að ofan, svo ekkert vatn komist að bringunum í pokanum.

Látið liggja í 64° C heitu vatnsbaði í 3 klukkustundir. Úbúið fyllinguna og meðlætið á meðan kjötið er í vatnsbaðinu.

IMG_8735Takið bringuna síðan úr pokanum og brúnið á velheitri pönnu. Saltið eftir smekk. Ég spara vökvann af fuglinum til að bragðbæta sósuna set vökvann út i sósuna áður en ég set rjómann.

fullsizeoutput_3bfbFylling (hér meðlæti)

  • 75 gr. smjör
  • 1 laukur
  • 1 sellerístilkur
  • 1 gulrót
  • 150 gr. sveppir
  • 1 lítil paprika, rauð eða gul
  • 6 sneiðar beikon
  • 2,5 dl. kasjúhnetur, ristaðar á þurri pönnu
  • 4 sneiðar samlokubrauð, ristaðar
  • 2 epli, gul
  • 1 egg
  • 1 msk. salvía
  • salt og pipar

Saxið lauk fremur smátt, skerið sveppina í þunnar sneiðar og  papriku, sellerí, gulrót í teninga.  Steikið allt saman í smjöri á stórri pönnu.  Skerið beikonið í smáa bita og steikið með grænmetinu.  Takið pönnuna af hitanum.  Afhýðið eplin, kjarnhreinsið og skeri í smáa bita.  Grófhakkið hneturnar og skerið ristaða brauðið í tenginga. Bætið þessu út á pönnuna, kryddið vel með salti, pipar og salvíu, bætið egginu loks út í og blandið öllu vel saman.  Setjið í fallegt eldfast mót og bakið við 180 C í 10 – 15 mín eða þar til heitt í gegn en gætið þess að fyllingin dökkni ekki of mikið.

Sósa

  • smjör
  • hveiti
  • soðið frá kalkúnabringunum
  • rjómi
  • góður kalkúna- eða kjúklingakraftur
  • salt og pipar

Útbúið smjörbollu, hellið soðinu smátt og smátt saman við og látið sjóða vel saman. Bætið vökvanum sem fellur til við eldun kalkúnabringunar saman við og loks rjómanum.  Smakkið til með salti, pipar og sultu – sósur þurfa alltaf svolítið dekur til að verða fullkomnar, hikið ekki við að smakka hana til þar til þið eruð ánægð.

IMG_8751

Birt í Jól, Kjötréttir, Sósur | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd

Sæt kartöflumús með sveppum

fullsizeoutput_3b75Stórgóð kartöflumús úr sætum kartöflum sem að mati fjölskyldunnar er nauðsynleg með kalkúninum.  Hér er músin krydduð með steiktum sveppum, salti og pipar sem er að okkar mati mun betra en hin hefðbundna ameríska sem er sætt með sykri og/eða sykurpúðum, en auðvitað er það smekksatriði.

Uppskrift 

  • 1 – 1 ½ kg. sætar kartöflur
  • 150 gr. smjör
  • 200 gr. sveppir
  • 1 ½ dl. mjólk
  • Salt og pipar

Flysjið sætu kartöflurnar og skerið í teninga, sjóðið í léttsöltu vatni þar til þær eru mjúkar.

Skerið sveppina í sneiðar og steikið upp úr helmningnum af smjörinu.

Merjið kartöflurnar, bætið helmingnum af smörinu og mjólkinni saman við og kryddið með  salti og pipar.  Hrærið smjörsteiktu sveppunum saman við.

Birt í Meðlæti, Uncategorized | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

Grænmetislasagne

7652842224_IMG_1547

Uppskrift þessi varð í raun til fyrir slysni. Kvöld eitt í sumar var trufluð við eldamennskuna þegar síminn hringdi og nærveru minnar óskað á dásamlegu heimili í vesturbænum. Auðvitað brá ég undir mig betri fætinum, stakk því hráefni sem ég var með í notkun í poka og skundaði úr hlíðunum í vesturbæinn.   Í fallegu risieldhúsi hjá enn fallegra fólki var eldaði úr hráefninu sem þar hafði verið tekið úr ísskápnum og því sem ég kom með. Útkoman varð þetta líka fullkomna grænmetislasagne með kotasælu/pestó sósu í stað hefðbundinnar bechamel.  Þegar svona slys verða fullkomin þá er eins gott að endurtaka leikinn, skrá, mæla, mynda og deila – maður á jú alltaf að deila því sem gott þykir er það ekki 🙂

fullsizeoutput_3a00Uppskrift 

  • 1-2 laukar
  • 2 hvítlauksrif
  • ½-1 rautt chili, fræhreinsað
  • 1 rauð paprika
  • 100 gr. sveppir
  • 1 sæt kartafla
  • 150 gr. grænkál
  • Væn lúka ferskt óreganó eða 3 tsk. Þurrkað
  • 2 msk. góður grænmetiskraftur
  • 1 – 2 tsk. sjávarsalt
  • 1 tsk. svartur pipar, nýmalaður
  • 1 dós góðir tómatar
  • 4 msk. góð tómatpúrra
  • 3 – 5 dl. vatn

Hvíta sósan sem verður græn í þessu tilfelli:

  • 1 stór dós kotasæla (500 gr.)
  • 130 gr. basil pestó

Samsetning:

  • 250 – 300 gr. lasagnaplötur
  • 200 g rifinn mozzarella

Laukur, hvítlaukur og chili er steikt í góðri olífuolíu við fremur lágan hita á stórri pönnu í 5-7 mínútur.

fullsizeoutput_3a02Skerið grænmetið í hæfilega bita, um það bil munnbitastærð og setjið út á pönnuna og steikið í smá stund.

fullsizeoutput_3a03Hrærið kryddinu saman við grænmetið á pönnunni.  Hellið niðursoðnum tómötum, tómatpúrru og vatni út á pönnuna og blandið vel saman.

Látið malla undir loki við fremur lágan hita í 20 mín.

Á meðan blandið þið „hvítu sósuna“ . Maukið kotasælu og basilpestó saman með blandara eða töfrasprota.

7799677808_IMG_1511Notið stórt eldfast mót og setjið eitt lag af grænmeti í botninn, lasagnaplötur ofan á, þá  kotasælusósuna.

7799666336_IMG_1533Endurtakið þetta þar til ekkert er eftir – en endið annað hvort á grænmetisblöndu eða kotasælusósu.  Stráið vel af rifnum osti yfir síðasta lagið.

Bakið við 180°C í um 30-35 mínútur og berið fram með góðu brauði og einföldu grænu sallati.

Birt í Grænmetirréttir | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd

Bláberjakaka með möndlum, kókos og sítrónu

Loksins, loksins birtist ný færsla, ný uppskrift og sú er nú ekki af verri endanum.  Haustleg bláberjakaka sem er bæði falleg og sérlega góð.  Ekkert prjál bara heiðarleg bláberjakaka sem bæði er góð eins og sér, köld og heit, með eða án rjóma.  Verði ykkur að góðu.

7583691408_IMG_1431Uppskrift

  • 4 egg
  • 150 gr. sykur
  • 200 gr. smjör – brætt
  • 1 tsk. vanilludropar
  • Sítrónubörkur fínt rifinn af 2 stírónum (bara ysta lagið, þetta gula)
  • 180 gr. möndlumjöl
  • 60 gr. kókosmjöl (fínt)
  • 70 gr. hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • 200 gr. bláber
  • 20 gr. möndluflögur

Hitið ofninn í 180°C og smyrjið 22 cm smelluform vel.

Hræra egg og sykur vel saman.

Bræðið smjörið, kælið og blandið saman við eggjahræruna ásamt vanilludropum og sítrónuberki.7854203808_IMG_1439

Setjið þurrefnin, möndlumjöl, kókosmjöl, hveiti og lyftidufti í skál og blandið vel saman. Hrærið síðan saman við eggja og smörblönduna.

7652834256_IMG_1447Bætið 150 gr. af bláberjum varlega saman við deigið og hellið í velsmurt 24 cm smelluform.

7856275952_IMG_1459Stráið 50 gr. af bláberjum yfir deigið og möndluflögunum ofan á bláberin.

Bakið í 180°C heitum ofni í 50 mínútur eða þar til prjóni sem stungið er í miðju kökunnar kemur hreinn út.

7721992752_IMG_1468Látið standa og kólna í 30 mínútur áður en kakan er tekin úr forminu og sett á kökudisk. Þessi kaka er dásamlega góð volg með þeyttum rjóma sem eftirréttur eftir góða máltíð en ekki síðri köld á síðdegisborðið með kaffinu eða árdegisverði.fullsizeoutput_3973

Birt í Bakstur, Kökur | Merkt , , , , | Færðu inn athugasemd

Rósmarín kjúklingaspjót með einfaldri kaldri sósu

Grilluð rósmarín kjúklingaspjótKjúklingur, sítróna og rósamarín ásamt góðu sinnepi, hunangi og olífuolíu er kombó sem getur vart klikkað.  Þessi grilluðu kjúklingaspjót eru hreint afbragð og fyrirhöfnin ekki mikil.  Það má vel bjóða upp á þessi spjót sem aðalrétt eða sem hluta af hlaðborði, einn af af nokkrum smáréttum og getur flokkast sem tapas réttur.  Eitt er víst að ég á eftir að endurtaka þessa uppskrift innan skamms svo góð er hún.

IMG_0049Uppskrift 

  • 800 gr. kjúklingafillet
  • 2 msk. rósmarín, ferskt og saxað smátt
  • 2 hvítlauksgeirar, marðir undir hnífsblaði og skornir smátt
  • 3 msk. sítrónusafi, ferskur
  • 2 tsk gott sinnep
  • 1 tsk. hunang
  • 1 msk. olífuolía
  • Svartur pipar
  • Grillpinnar
  • Salt

Gott er að byrja á að gera köldu sósuna. Ef þið notið trégrillpinna er mikilvægt að leggja þá í bleyti á þessum tímapunkti svo það kveikni ekki í þeim.

IMG_0052Blandið saman rósmarín, hvítlauk, sítrónusafa, sinnepi, hunangi, olífuolíu og pipar og hellið yfir kjúklingafillet og leyfið að marinerast í um það bil 10 – 15 mínútur.

IMG_0088Þræðið upp á grillpinna og grillið í 4 – 5 mínútur á hvorri hlið. Saltið og berið fram strax einfaldri kaldri sósu og t.d. perlubyggi með grilluðu grænmeti eins og þessi uppskrift hér

Einföld köld sósa

  • 2 msk. grísk jógúrt
  • 4 msk. majónes
  • 1 msk. hunangs dijon sinnep
  • 1 tsk. sítrónusafi
  • 1 tsk. hunang
  • 1 msk. smátt saxaður graslaukur
  • Salt og pipar

Hrærið öllu saman og látið standa á meðan þið útbúið kjúklinginn.

IMG_0116

Birt í Grillréttir, Kjötréttir, Smáréttir | Merkt , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Perlubygg með grilluðu grænmeti

Grillað grænmeti og perlubyggÞessi uppskrift birtist í síðasta tölublaði tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn.   Frá síðustu áramótum hef ég verið fastur penni hjá hinni dásamlegu Auði Ottesen sem gefur blaðið út. Ekki það að mig hafi vantað verkefni, en þegar Auður hringdi og bað mig um að taka þetta að mér þá bara varð ég að segja já, þetta verkefni sameinar nefninlega nokkur markmið sem ég hef sett mér þó það hafi ekki beint verið á þá leið að skrifa um mat í tímarit svo auðvitað sagði ég já og rými svo til í dagskránni til að gera þetta mögulegt.  Ég fæ góða aðstoð heima hjá mér, bæði yngri dóttir mín og maðurinn minn eru mjög bóngóð þegar kemur að því að útbúa nýja grein, þróa uppskrift, stilla upp fyrir myndatöku, taka myndir og svo framvegis, enda fá þau að njóta afraksturinn 🙂

Þessi réttur er góður sem meðlæti með grillmat, hvort sem þið eruð að grilla kjöt eða fisk. Rétturinn er líka góður kaldur og hentar því mjög vel til að taka með í lautarferðina.  Það er hægt að leika sér endalaust með innihaldið og t.d. tækifærið og taka til í grænmetisskúffunni þegar maður er að útbúa réttinn, bæta við því sem manni finnst gott og taka út það sem maður á ekki til – allt eftir því sem hentar herjum og einum.

IMG_0054Uppskrift 

  • 1 kúrbítur
  • 1 paprika, rauð, græn eða gul
  • 1 rauðlaukur
  • 10 – 15 sveppir
  • 10 – 15 konfektómatar
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 2-4 msk. ferkst gróft saxað tíman
  • 2-4 msk. ferkst gróft saxað oreganó
  • 1 msk. olífuolía
  • salt og pipar
  • 4 dl. bollar perlubygg
  • 1 l. grænmetissoð
  • örlítið af þurrkuðum chiliflögum

Grænmetið er grillað í álpappírsböggli.

IMG_0055Skerið grænmetið í fremur grófa bita (munnbitastærð) og setjið í miðjuna á góðum bút af álpappír.  Merjið hvítlaukinn undir hnífsblaði, saxið gróft og dreifið yfir grænmetið ásamt fersku kryddjurtunum.  Hellið smávegis af ólífuolíu yfir, kryddið með salti og pipar

IMG_0057Lokið bögglinum vel.  Grillið í ca. 8 mínútur á meðalheitu grillinu, snúið bögglinum þá við og grillið í ca 5 mínútur til viðbótar.

Sjóðið perlubyggið í góðu grænmetissoði í 15 mínútur á meðan grænmetið er að grillast.

Kryddið perlubyggið með smávegis af salti, pipar og örlitlu af þurrkuðum chiliflögum. Setjið byggið á fat eða í skál, blandið grilluðu grænmetinu saman við og berið fram.IMG_0118

Birt í Grænmetirréttir, Grillréttir, Meðlæti, Uncategorized | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

Rósmarín nautaspjót

IMG_0174Ég er á leið til Barcelona annaðkvöld og ætti að vera að pakka, en þess í stað hef ég gluggað í þessa bók hér ….

…. og velti fyrir mér hvar ég ætla að borða næstu 7 kvöld án þess þó að vera búin að binda nokkuð. Mögulega, kannski ætti ég að vera að pakka – því á morgun er ekki nokkur tími til þess – líklega fer ég beint úr vinnunni upp á flugvöll.  Sem betur fer er ég gift frekar, tja mögulega mjög, umburðarlyndum manni, sem er asskolli fær í að pakka ofan í ferðatöskur. Sálf er meira en lítið léleg í því auk þess sem mér finnst það hreint hundleiðinlegt. Ég ákvað því að smella í eina færslu sem hugsanlega er unnt að flokka sem Tapas rétt og liggja í ferðabókum – þið fáið að njóta með mér 🙂

IMG_0121Uppskrift

  • 5 – 600 gr.nautakjöt t.d. shirlon steik, skorin í bita ca. 2×2 cm.
  • 2 msk. olífuolía
  • 1 msk. dijon sinnep
  • 1 msk. sítrónusafi
  • 2 msk. rósmarín, ferskt og saxað smátt
  • 2 hvítlauksgeirar, marðir undir hnífsblaði og saxaðir smátt
  • Svartur pipar
  • Grillpinnar
  • 24 konfek tómatar
  • 12 – 24 fremur litlir sveppir
  • Salt

Hrærið  saman olífuolíu, sinnepi, sítrónusafa, rósmarín, hvítlauk og pipar og hellið yfir nautakjötsbitana. Þekjið ílátið og leyfið að marinerast í a.m.k. 2 klst. en einnig er gott að láta marinerast yfir nótt.

Leggið grillpinnana í bleyti ef þið notið trépinna, svo það kveikni síður í þeim þegar grillað er.

IMG_0147Þræðið mareneruðu kjöti, sveppum og tómötum upp á grillpinnana og grillið í 5 mínútur á hvorri hlið.

IMG_0162Saltið og berið fram strax, sem hluta af smáréttarborði eða með góðu sallati og öðru grilluðu meðlæti s.s. kartöflum eða perlubygg salati með grlluðu grænmeti sem ég lofa að birta uppskrift af hér áður en langt um líður, en þangað til getið þið keypt nýjast tölublað Sumarhússins og garðsins – sumarblaðið en þar birti ég þá uppskrift fyrst 🙂IMG_0181

Birt í Grillréttir, Kjötréttir, Smáréttir, Vinsælar uppskriftir | Merkt , | Færðu inn athugasemd